KFF fékk styrk frá EFLU

efla samfelagssjodur webStarf Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar var eitt þeirra verkefna sem fékk styrk úr samfélagsjóði verkfræðistofunnar EFLU sem úthlutað var úr í fyrsta sinn fyrir skemmstu.

Lesa meira

Rostungur flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði

rostungur rfj kristjan svavarsUm þriggja metra rostungur vakti mikla athygli Austfirðinga í gær þar sem hann flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði. Sjónarvottar segja að rostungurinn hafi legið þar pollrólegur, alveg flatur og haft það gott. Stöku sinnum hafi hann reist sig upp. Rostungurinn hafði áður viðkomu í Færeyjum og þarlendis hafa menn fylgst fullir áhuga með ferðum dýrsins.

Lesa meira

Nemendur í sjötta bekk fræddir um rétta notkun hjólahjálma

hjalmar fask 6bekkurSlysavarnadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar vítt og breitt um land og Sjóvá hafa að undanförnu heimsótt nemendur í sjötta bekk í fjölda grunnskóla til að fræða nemendur um mikilvægi þess að vera með rétt stillta reiðhjólahjálma. 

Lesa meira

Sýning A Kassen opnuð í Skaftfelli

skaftfellOpnuð hefur verið sýning frá danska listahópnum A Kassen í Skaftfelli á Seyðisfirði. Hópurinn dvelur í gestavinnustofunni í júní og júlí.

Lesa meira

Nemendur í vinnuskólanum í verknámsviku í VA

verknamsvika va2 webUm fimmtíu nemendur sem luku níunda bekk grunnskóla í Fjarðabyggð í vor og voru skráðir í Vinnuskóla sveitarfélagsins hófu vinnuna á viku kynningu á verknámi í Verkmenntaskóla Austurlands. Markmið verkefnisins er að auka áhuga á iðn- og tækninámi.

Lesa meira

Sjö erlendar sveitir á Eistnaflugi

img 6172 fix01 webTónlistarhátíðin Eistnaflug verður haldin í níunda sinn í sumar, dagana 11.-13. júlí, í Egilsbúð. Alls mun 41 hljómsveit stíga á stokk og þar af sjö erlendar. Markmið Eistnaflugs er að bjóða ferska og fjölbreytta dagskrá rokktónlistar sem spannar allt frá indí rokki yfir í þungan metal. Áhersla er lögð á að kynna það besta í íslensku rokki hverju sinni í bland við áhugaverðar erlendar sveitir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar