Fagna Fjarðaborg, menningunni og frumkvöðlunum

Borgfirðingar halda á morgun upp á 50 ára afmæli félagsheimilisins Fjarðarborgar. Ásgrímur Ingi Arngrímsson er einn þeirra sem standa að samkomunni en hann er jafngamall húsinu og hefur verið samferða því í ýmsum hlutverkum.

Lesa meira

Stólaskipti Sigurðar í Sinfóníuhljómsveitinni

Eini einstaklingurinn sem Austurland getur státað sig af í Sinfóníuhljómsveit Íslands ákvað fyrir nokkru að gefa eftir sæti sitt sem fyrsti básúnuleikari hljómsveitarinnar. Hans eigin nemandi fékk það sæti í kjölfarið.

Lesa meira

Valið um hvar fólk deyr

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) vinnur nú að þjálfun starfsfólks sem á að vera tilbúið til stuðnings á fleiri stöðum en áður þegar mikið veikir einstaklingar óska eftir að njóta líknandi meðferðar sem næst heimahögunum. Þar með er þjónustan tryggð þegar upp koma aðstæður eins og þegar Anna Gunnlaugsdóttir lést í fyrra. Aðstandendur hennar söfnuðu fé þannig hægt var að innrétta tvö herbergi fyrir líknandi þjónustu á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir hundrað ára afmæli Sambands austfirskra kvenna þegar hafinn

Góður undirbúningur er jafnan forsenda þess að allt gangi vel í einu og öllu. Þess vegna má færa rök fyrir að hundrað ára afmæli Sambands austfirskra kvenna (SAK) árið 2027 verði allsérstakur viðburður því vinna er nú þegar hafin við að gera þau tímamót sérstök og eftirminnileg.

Lesa meira

Vísir að fjölskylduvænum náttúrureit í Neskaupstað

Rótarýklúbbur Neskaupstaðar hefur lengi vel gróðursétt tré á bletti innarlega í bæjarlandinu í því skyni að búa til fallegan gróðurreit til framtíðar. Klúbburinn bætti um betur í sumar og kom þar fyrir stórum steinbekk.

Lesa meira

Markaði djúp spor í tónlistarvitund barna á Austurlandi

Það ekki allir tónlistarmenn sem láta sig hafa tíu tónleika á einungis fjórum sólarhringum en það gerði Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem DJ flugvél og geimskip, fyrir skömmu þegar hún í samstarfi við BRAS [menningarhátíð barna og unglinga á Austurlandi] hélt svo marga tónleika fyrir börn og unlinga í einum tíu skólum á Austurlandi.

Lesa meira

Sýnir heimildarmynd sína Japaninn um Ljósafell Loðnuvinnslunnar fyrir opnu húsi í Skrúð

Þó tæknilega hafi frumsýning á heimildarmynd Guðmundar Bergkvist, kvikmyndatökumanns, um 50 ára sögu Ljósafells Loðnuvinnslunnar farið fram fyrir luktum dyrum á afmælishátíð Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga í síðasta mánuði fer frumsýning myndarinnar fyrir opnu húsi fram í kvöld í Skrúð klukkan 20.

Lesa meira

„Ég ekki Suzuki kennari, meira Harley Davidson“

Charles Ross, tónlistarkennari og doktor í tónsmíðum, hefur sett svip sinn á tónlistar- og menningarlíf á Austurlandi svo um munar í nærri fjóra áratugi. Hann var aðeins 21 árs þegar hann flutti frá Bretlandi til Íslands og gerðist tónlistarkennari á Reyðarfirði og Eskifirði. Þar bjó hann í fimm ár en flutti þá til Seyðisfjarðar þar sem hann bjó í eitt ár og kenndi tónlist við grunnskólann þar. Þaðan lá leiðin upp á Hérað. Í 30 ár kenndi hann við tónlistarskóla Egilsstaða og Fellabæjar, auk þess sem hann hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar