Föndra ýmsar jólavörur til að styrkja ungmennafélagið á Djúpavogi
Máluð jólakort, handgert súkkulaði, jóla- og kertaskreytingar. Aðeins þrennt af því sem ungmennin í unglingaráði Neista á Djúpavogi hyggjast bjóða til sölu á sínum eigin bás á jólabasar kvenfélagsins Vöku sem haldinn verður í Löngubúð á morgun.