Föndra ýmsar jólavörur til að styrkja ungmennafélagið á Djúpavogi

Máluð jólakort, handgert súkkulaði, jóla- og kertaskreytingar. Aðeins þrennt af því sem ungmennin í unglingaráði Neista á Djúpavogi hyggjast bjóða til sölu á sínum eigin bás á jólabasar kvenfélagsins Vöku sem haldinn verður í Löngubúð á morgun.

Lesa meira

Verðlaun fyrir stuðning við hinsegin samfélagið á Austurlandi

Félagasamtökin Hinsegin Austurland hafa haft það að sið að veita viðurkenningar á aðalfundi sínum til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á Austurlandi sem á einhvern hátt hafa stutt réttindabaráttu hinsegin fólks. Austurfrétt var meðal þeirra sem fengu verðlaun.

Lesa meira

Jólafjör á Finnsstöðum nánast allan desember

Prufukeyrsla á jólaballi og jólaskemmtun almennt í desember í fyrra að Finnsstöðum í Eiðaþinghá tókst svo vel að nú ætlar fjölskyldan að bæta um betur og bjóða upp á hitt og þetta jólalegt, notalegt og skemmtilegt allar helgar fram að aðfangadegi.

Lesa meira

„Ég vil bara að hún fái að vera hún sjálf og líði vel“

Anna Sigrún Jóhönnudóttir á Reyðarfirði er móðir átta ára gamals barns sem skilgreinir sig sem stúlku. Anna Sigrún segir kynið ekki skipta sig máli heldur að barninu líði vel og líðanin hafi sannarlega breyst þegar barnið kom út úr skápnum.

Lesa meira

Hefur gore-tex og gervihnetti fram yfir landpóstana

Einar Skúlason leggur á mánudagsmorgunn upp frá Seyðisfirði í fótspor landpóstanna eftir gömlu þjóðleiðinni norður til Akureyrar. Hann gerir ráð fyrir að vera um tvær vikur á leiðinni, eftir hvernig viðrar. Hægt er að senda jólakort með Einari til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira

Snorravaka í Óbyggðasetrinu vekur athygli

Rúmlega 30 manns hafa þegar skráð þátttöku í sérstakri Snorravöku sem haldin verður í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal á sunnudaginn kemur og skipuleggjendur búast við talsvert fleirum. Þar skal bæði minnast og varpa ljósi á líf og störf Snorra Gunnarssonar sem var þúsundþjalasmiður í orðsins fyllstu.

Lesa meira

Saga Unn opnar tvær sýningar um helgina

Listakonan Saga Unn opnar um helgina tvær sýningar, annars vegar myndlistarsýningu í Tehúsinu á Egilsstöðum, hins vegar innsetningu í Jensenshúsi á Eskifirði.

Lesa meira

Er ekki lengur opnar í Skaftfelli

Ný sýning, Er ekki lengur, opnar í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Um er að ræða innsetningu egypsku listakonunnar Nermine El Ansari.

Lesa meira

Gallerí Kolfreyja góð búbót fyrir fjölda fólks

Í hinu glæsilega endurbyggða húsi Tanga á Fáskrúðsfirði, húsi sem upphaflega var árið 1895, er ekki aðeins að finna safn um starfsemina í húsinu fyrir áratugum síðan heldur hefur handverksfólk úr bænum komið þar upp afbragðs galleríi sem kennt er við Kolfreyju.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.