Íslensk-norskur tónfundur í Skriðuklaustri

Sunnudaginn 11. október verða haldnir tónleikar á Skriðuklaustri þar sem söngkonan Liv Skrudland og sellóleikarinn Karin Nielsen flytja norsk og íslensk lög. Listamennirnir koma frá Norður-Noregi og hafa að undanförnu dvalist í gestaíbúðinni Klaustrinu og er dvölin hluti af samstarfi menningarráðanna í Vesterålen og á Austurlandi.

tonlist.jpg

Lesa meira

Póker í Egilsbúð um helgina

Hartnær þrjátíu manns hafa skráð sig í pókermót sem hefst í Egilsbúð í dag. Enginn getur tekið þátt í slíku móti nema vera orðinn átján ára gamall og samkvæmt lögum má þriðji aðili ekki hagnast á pókerspili svo þátttökugjald,  3.500 kr., rennur óskipt í verðlaunasjóð sem skipt verður á milli fimm stigahæstu spilara.  Mótið stendur fram á sunnudag, en þá verður spilað til úrslita.

poker.gif

Golfvöllur gjaldþrota

Golfklúbburinn á Eskifirði er gjaldþrota. Svæðisútvarpið á Austurlandi sagði frá því í gær að myntkörfulán sem tekið var til að fjármagna framkvæmdir við uppbyggingu golfvallarins á Eskifirði hefði sligað reksturinn í kjölfar hrunsins í október í fyrra. Óskað hefur verið eftir að klúbburinn verði tekinn til gjaldþrotaskipta.

golf.jpg

Lesa meira

Valtingojer og Patak opna í íslenskri grafík í dag

Ríkharður Valtingojer og Zdenek Patak opna sýningu í sýningarsal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu í Reykjavík í dag kl. 15. Valtingojer sýnir nýjar steinþrykksmyndir og Patak stórar teikningar undir nafninu Steinn & fjall. Báðir eru listamennirnir búsettir á Stöðvarfirði. Ríkharður hefur m.a. byggt þar upp alþjóðlegt grafíksetur sem nýtur vaxandi athygli á alþjóðlega vísu. Sýningin stendur til 25. október.

rkharur_valtingojer.jpg

Lesa meira

Stefna í málefnum nýrra íbúa á Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í vikunni stefnu í málefnum nýrra íbúa.

Stefnan er að mestu leyti byggð á riti sem SSA gaf út í byrjun ársins 2007 og nefnist ,,Svona gerum við, leiðir að fjölmenningarlegu samfélagi á Austurlandi". Ritið varð ákveðin fyrirmynd að stefnumótun í þessum málum bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

fljotsdalsherad_logo.gif

Lesa meira

Eldur í bíl á Þórshöfn

Eldur kviknaði í bifreið sem stóð inni á verkstæði á Þórshöfn í dag og er hún talin gjörónýt. Mbl.is greinir frá.  Að sögn lögreglu á Þórshöfn tók vegfarandi eftir því að reyk lagði út um glugga verkstæðisins og lét eiganda strax vita en enginn var í húsinu um það leyti.

mbl_lney.jpg

Lesa meira

Olweus í Seyðisfjarðarskóla og á Sólvöllum

Ákveðið hefur verið að innleiða svokallaða  Olweusaráætlun í  Seyðisfjarðarskóla og  í  skólahópi leikskólans Sólvalla. Kynningarfundur vegna innleiðingar Olweusaráætlunar gegn einelti og andfélagslegu atferli verður í Félagsheimilinu Herðubreið  13. október kl. 17.00.

1_47b4fef101234-92-1.jpg

Lesa meira

Höttur sigraði í 1. leik tímabilsins

Höttur hóf tímabilið í 1. deildinni í körfuknattleik með 78-72 sigri á Ármanni í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í gærkvöld. Leikurinn var æsispennandi en Höttur var undir nánast allan leikinn en náði að snúa taflinu sér í hag á lokamínútunum.

basketball.gif

Lesa meira

Sigurður Donys í Hött

Í gær skrifaði Sigurður Donys undir tveggja ára samning við Hött. Donys lék með Einherja á síðustu leiktíð, þar lék hann 15 leiki og skoraði 14 mörk. Donys þykir gríðarlega sterkur leikmaður og kemur til með að styrkja lið Hattar mikið.

donyshottur7okt_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar