Minkur vildi inn hjá sóknarprestinum

Minkur gerði sig heimakominn á útidyratröppum sr. Láru G. Oddsdóttur prests á Valþjófsstað í Fljótsdal á dögunum. Hann lagðist á glugga og gerði sig líklegan til að komast inn, en hafði þó ekki erindi sem erfiði og haskaði sér burt skömmu síðar. Örlög hans réðust svo í hlöðunni næsta dag.minkur.jpg

Lesa meira

Grunnskóli Reyðarfjarðar frumsýnir í kvöld

Grunnskóli Reyðarfjarðar frumsýnir leikritið Ísvélina eftir Bjarna Jónsson í kvöld kl. 20. Leikstjórar eru Bryndís Júlíusdóttir og Unnur Sveinsdóttir. Sýnt verður í Félagslundi Reyðarfirði og næstu sýningar á morgun, föstudag, kl. 18 og 20. Sýningin er hluti af Þjóðleiksverkefninu.

ti0126096.jpg

Nýr bókaklúbbur á Netinu – Undirheimar

Á dögunum stofnaði bókaforlagið Uppheimar nýjan bókaklúbb á Netinu, Undirheima. Klúbburinn, sem er án nokkurra skuldbindinga, býður upp á norrænar glæpasögur í hæsta gæðaflokki á hagstæðum kjörum.

Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel.

tharsemsolinskin_kapa.jpg

Lesa meira

Fyrstu nemar til jarðfræðisetursins í vor

 Gert er ráð fyrir að starfssemi jarðfræðiseturs á Breiðdalsvík verði komin vel af stað á vordögum, með móttöku fyrstu jarðfræðinemanna. Hugmyndin að Jarðfræðisetrinu kviknaði upprunalega hjá Ómari Bjarka Smárasyni jarðfræðingi sem var áhugamaður um að opnað yrði minjasafn um læriföður hans og prófessor, dr. George Leonard Patrick Walker.

jarfrisetur__breidalsvk.jpg

Lesa meira

Íslensk kornrækt á aukna möguleika

Landbúnaðarráðherra kynnir nýja skýrslu um kornrækt og tækifæri hennar í dag. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um stöðu kornræktarinnar, hagkvæmni og markaðslegar forsendur ásamt því að meta framtíðarhorfur greinarinnar.

 

Lesa meira

Þróttarstúlkur unnu með harðfylgi

Í gærkvöld var fyrsti leikurinn í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Þróttur N vann Þrótt Reykjavík 3 - 2 í æsispennandi leik.

 

Lesa meira

Fljótsdalshérað styrkir menningarstarf

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði á dögunum styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2009. Sautján umsóknir bárust. Félag skógarbænda á Héraði hlaut hæsta styrkinn, kr. tvö hundruð þúsund, vegna skógardagsins mikla í Hallormsstað.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Lesa meira

Þróttur Nes raðar inn verðlaunum

Á laugardagskvöldið var árs- og uppskeruhátíð Blaksambandi Íslands. Þar kom kvennalið Þróttar sterkt inn í verðlaunaafhendinunum en veitt voru eftirfarandi verðlaun í kvennaflokki:

rttur_nes_lg.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar