Fjöldi tilboða á Haustkvöldi á Héraði
Allnokkrir verslunar- og þjónustuaðilar á Héraði bjóða til svokallaðs Haustkvölds í kvöld en þá hafa ýmsir þjónustuaðilar opið mun lengur en venjulega og bjóða upp á ýmisleg sértilboð af tilefninu.
Flytja súkkulaði og kaffi frá Ekvador inn til Reyðarfjarðar
Reyðfirðingarnir Daði Páll Þorvaldsson og Lupe Alexandra Luzuriaga Calle hófu nýverið innflutningi á bæði súkkulaði og kaffi frá Ekvador, fæðingarlandi Lupe. Þau segja miklar hefðir í kringum súkkulaðið sem sé þar drukkið eins og Íslendingar drekka kaffi.Allt nema þungarokk í afmælissöngleik Egilsstaðakirkju
Frumsaminn söngleikur „Hvar er krossinn?“ verður fluttur í Egilsstaðakirkju á morgun sem hluti af hátíðahöldum í tilefni af 50 ára afmæli kirkjunnar í ár. Ýmsar tónlistarstefnur mætast í söngleiknum sem ekki heyrast oft í kirkjunni.Allra fyrsta Októberfest á Djúpavogi um helgina
Íbúar og gestir á Djúpavogi eru farnir að hlakka til allra fyrsta Októberfest sem fram fer í bænum á laugardaginn kemur en lykilþáttur í að slíkt komst á laggirnar er að nú státar þorpið af bar sem sérframleiðir sinn eigin bjór.
Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða semja um samstarf
Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða undirrituðu í dag nýjan þriggja ára samning um samstarf og vinnu við lífsstílstengdar forvarnir og fræðslu í sveitarfélaginu. Samningurinn felur í sér að sveitarfélagið styrkir félagið um 1,5 milljónir króna á næstu þremur árum.Helgin: Enn að læra nýja hluti eftir 40 ár í tónlistinni
Gréta Sigurjónsdóttir og Erla Ragnarsdóttir, löngum kenndar við hljómsveitina Dúkkulísurnar, kynna nýja sex laga plötu sína með hlustunarpartýi á Tehúsinu á Egilsstöðum í dag. Fleiri tónleikar og viðburðir verða á Austurlandi um helgina.Uppskeruhátíð Seyðfirðinga með veglegra sniði en undanfarin ár
Markaðs- og uppskeruhátíð Seyðfirðinga, Haustroði, hefst formlega á föstudaginn kemur og frá þeim tíma verður ýmislegt forvitnilegt um að vera í bænum allt fram á sunnudag.