Ný-ung og Snorri verðlaunuð af Hinsegin Austurlandi

Félagsmiðstöðin Ný-ung á Egilsstöðum og Snorri Emilsson, forsprakki gleðigöngunnar á Seyðisfirði, fengu heiðursverðlaun Hinsegin Austurlands sem veitt voru á Regnbogahátíð félagsins um síðustu helgi.

Lesa meira

Mikils vert að LungA-skólinn njóti stuðnings Seyðfirðinga

Mark Rohtmaa-Jackson lauk í vor fyrsta ári sínu sem skólastjóri LungA lýðháskólans á Seyðisfirði, en hann tók við starfinu í október í fyrra. Mark hafði áður verið sýningarstjóri IMT nýlistagallerísins í London frá árinu 2005 og segist kunna vel við sig á Seyðisfirði.

Lesa meira

Helgin: Hýr halarófa orðin tíu ára

Gleðigangan Hýr halarófa á Seyðisfiðri fagnar tíu ára afmæli sínu um helgina. Um leið efnir Hinsegin Austurland til Regnbogahátíðar með viðburðum á Seyðisfirði og Héraði.

Lesa meira

Lífið um borð í Gullveri og uppskriftir með

Ísfisktogarinn Gullver hefur lengi verið gerður út frá Seyðisfirði og þar ýmsir heimamenn fengið eldskírn sína á sjó gegnum tíðina. Einn þeirra er einn nýrra eigenda Skaftfells bistró, Garðar Bachmann Þórðarson, sem gerði sér lítið fyrir og skellti sér á sjó með Gullveri um tveggja ára skeið sem kokkur.

Lesa meira

"Bóndinn var hálft sumar að taka geiturnar í sátt"

Frá árinu 2020 hafa hjónin Guðni Þórðarson og Þorbjörg Ásbjörnsdóttir (Obba) á Lynghól í Skriðdal framleitt vörur úr geitamjólk. Þau segja viðtökurnar hafa verið framúrskarandi.

Lesa meira

Hvorki spilar né syngur á fyrstu sólóplötunni

Björn Hafþór Guðmundsson á Stöðvarfirði vinnur nú að útgáfu sinnar fyrstu hljómplötu, kominn vel yfir sjötugt. Björn Hafþór hefur til þessa verið kunnari fyrir kveðskap sinn en kveðst gjarnan hafa raulað fyrir munni sér laglínur við textana. Þeir mynda grunninn að væntanlegri hljómplötu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar