Óður til seyðfirska tyggigúmmísins Báru

„Ég ákvað því að framleiða mitt eigið tyggjó með því að endurpakka Trident-tyggjói sem ég skírði einmitt Tyggið íslenskt,“ segir Sigrún Gyða Sveinsdóttir, útskriftanemandi Listaháskóla Íslands, sem dvaldi ásamt bekkjarfélögum sínum á Seyðisfirði fyrir stuttu.

Lesa meira

Krossar fingur en skoðar ekki veðurspána

„Við leggjum gífurlega metnað í það sem við erum að gera og hátíðin hefur stækkað heilmikið frá því í fyrra,“ segir Sesselja Jónasardóttir, framleiðslustjóri hátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði. Hátíðin verður sett á föstudaginn en hliðardagskrá hennar, „Flat Earth Film Festival“, hefst í dag.

Lesa meira

Helgin: 50 ungmenni og biskupinn á æskulýðsmóti kirkjunnar

Biskup Íslands vísiterar Egilsstaðaprestakall um helgina og þjónar meðal annars í messu við lok æskulýðsmóts á Seyðisfirði. Karlalið Þróttar tekur á móti toppliði HK í Mizuno-deild karla í blaki og fríir flaututónleikar eru í Kirkju- og menningarmiðstöð Austurlands í kvöld.

Lesa meira

„Þetta er virkilega spennandi og lifandi starf“

„Hlutverk framkvæmdastjóra er meðal annars að skipuleggja og stýra henni í samvinnu við stjórn og aðra aðila og vinna að fjármögnun hennar,“ segir Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs, en auglýst er eftir framkvæmdastjóra Ormsteitis sem fram fer á Egilsstöðum um miðjan ágúst.

Lesa meira

„Þetta var eiginlega lygilegt“

Anya Hrund Shaddock úr félagsmiðstöðinni Hellinum á Fáskrúðsfirði og Stefanía Ýr Sævarsdóttir úr Þrykkjunni á Höfn í Hornafirði tryggðu sér nýverið þátttökurétt á Samfés, söngkeppni félagsmiðstöðva sem haldin verður í Reykjavík í lok mars.

Lesa meira

Eistnaflug fékk Eyrarrósina: Erum ógeðslega hamingjusamir

Þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupstað fékk verðlaunin Eyrarrósina sem afhent voru á Hjalteyri í dag en þau eru veitt fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Skipuleggjandi hátíðarinn segir verðlaunin viðurkenningu fyrir þungarokk á Íslandi.

Lesa meira

Kjarnahópurinn fer alltaf stækkandi

„Við hvetjum fólk til þess að tryggja sér miða því þeir geta farið einn, tveir og þrír,“ segir Ólafur Björnsson, verkefnastjóri Hammondhátíðarinnar á Djúpavogi, sem haldin verður í tólfta skipti dagana 20.-23. apríl.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Býr með gíturunum sex og hinum hljóðfærunum

Pjetur St. Arason hefur verið aðaldrifkrafturinn að stórtónleikum sem fram fara í Egilsbúð á laugardagskvöld klukkan 20:00. Meðal sveitanna sem fram koma er Bassaband Friðriks Vilhjálmssonar sem stofnað var af fimm bassaleikurum, trommara og Pjetri en allir unnu í netagerð Friðriks.

Lesa meira

Efna til keppni í draugasögum

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Bókasafn Héraðsbúa efna til keppni í draugasögum. Forstöðumaður miðstöðvarinnar segir keppnina hluta af stærra verkefni um að varðveita sagnaarfinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar