![](/images/stories/news/folk/asgrimur_ingi_des16_bw.jpg)
![](/images/stories/news/folk/asgrimur_ingi_des16_bw.jpg)
![](/images/stories/news/2016/hotel_herad_afallateymi_0004_web.jpg)
Ágóði af eftirréttinum gefinn til Áfallateymis Austurlands
Nefnd starfsmanna Hótels Héraðs um samfélagslega ábyrgð afhenti í gær Áfallateymi Austurlands 186 þúsund króna styrk. Hlutfall af sölu eftirréttar sem að mestu var úr hráefnum af Héraði rann í söfnunina.
![](/images/stories/news/2016/Tilfinningabækur1.jpg)
Mikilvægt að vinna með tilfinningar frá unga aldri
„Inntak bókanna er lífsleikni, það að ráða við erfiðar tilfinningar. Við byggjum á hugrænni atferlismeðferð, þ.e.a.s. á undan tilfinningum kemur hugsun sem getur verið meðvituð en kannski einnig oft ómeðvituð," segir Ásta María Hjaltadóttir, annar höfundur tveggja nýrra bóka sem unnar eru út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.
![](/images/stories/news/folk/Anya_Shaddock.jpg)
„Þau eru með brjálæðislega flottar hugmyndir“
„Við hugsum SamEind til þess að sameina firðina enn frekar, við eigum svo mikið að flottum krökkum sem eru uppfull af frábærum hugmyndum, en þetta er góður vettvangur fyrir þær,“ segir Sonja Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstövarinnar Svezkjunnar á Reyðafirði, en síðastliðinn föstudag var hönnunar- og söngkeppnin SamEind haldin í Egilsbúð í Neskaupstað, en það er sameiginlegt verkefni félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð.![](/images/stories/news/folk/asgeir_hvitaskald_mai15_0002_web.jpg)
Eldar Hvítaskáldsins: Í hjartanu, ástinni og þjóðfélaginu
Fjöllistamaðurinn Ásgeir Hvíldaskáld sendi nýverið frá sér hljómplötuna Eldar brenna. Hann lýsir tónlistinni sem vísnapoppi en þar eru textarnir í fyrirrúmi.
![](/images/stories/news/folk/Odee_sýning_á_EGSflugvelli1.jpg)
Sýningin innblásin af lífshamingju og ást
„Þegar ég var að skapa verkin fyrir sýninguna fékk ég óvæntan innblástur. Ég kynntist stúlku í Reykjavík sem ég er orðinn ástfanginn af, en hún hefur verið mér innblástur og veitt mér mikla gleði undanfarna mánuði,“ segir listamaðurinn Odee, en listasýningin hans, Norse, verður formlega opnuð á Egilsstaðaflugvelli næstkomandi fimmtudag.
![](/images/stories/news/2016/Aðventutríó.jpg)
„Þakklátustu áheyrendur sem til eru“
„Ég var búin að gera þetta í nokkur ár með Þórunni Grétu Sigurðardóttur, fara um og spila fyrir eldri borgara og nú er ég aftur komin á stað, reyndar án hennar en með öðrum tveimur snillingum,“ segir söngkonan Erla Dóra Vogler, en hún, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og Þórður Sigurðsson píanóleikari munu halda aðventutónleikar fyrir aldraða og sjúklinga í Fjarðabyggð, Seyðisfirði og á Egilsstöðum.![](/images/stories/news/2016/ingrid_utsaumur_0004_web.jpg)
Óttast að hinn hefðbundni útsaumur hverfi
Á Minjasafni Austurlands stendur yfir sýningin Festum þráðinn með útsaumsverkum fimm kvenna af Austurlandi og fimm frá Vesterålen í Noregi. Verkefnisstjórinn segir nauðsynlegt að vekja athygli á útsauminum til að halda honum á lofti.
![](/images/stories/news/folk/11022631_10153167674378385_7661553908268088857_n.jpg)