Drusluganga verður gengin í annað sinn á Borgarfirði á laugardag. Forsvarsmenn göngunnar segja mikilvægt að baráttan gegn kynferðisofbeldi fari fram um allt land.
Hljómsveitin Dægurlagadraumar hyggur á tónleika á Austurlandi fimmta sumarið í röð. Sveitin er skipuð sex Austfirðingum sem spila íslensk dægurlög frá miðri síðustu öld.
Tveir enskir menn eru nú staddir á Austurlandi á leið sinni frá Grænlandi til Skotlands á kajak. Þeir Olly Hicks og George Bullard vilja með þessu ferðalagi sýna fram á að grænlenskur frumbyggi, sem kom að landi í Skotlandi á 17. öld hafi getað róið þangað alla leið á kajak.
Mikið er um að vera á Austurlandi um helgina en einna hæst ber uppskeruhelgi listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði, þá eru tónleikar bæði í Valaskjálf og Fjarðarborg auk þess sem haldið er uppá bókaútgáfu og austfirsk knattspyrnulið há kappleiki víða um land.
Sigurður Mar Halldórsson, ljósmyndari frá Miðhúsum á Fljótsdalshéraði, vinnur um þessar mundir að útgáfu bókarinnar Sögur. Hann segir bókina hins vegar hvorki vera ljósmyndabók né skáldsögu.
Svandís er nýráðinn skólastjóri á Seyðisfirði og lætur því af störfum sem skólastjóri á Borgarfirði eystra þar sem hún hefur starfað undanfarin ár. Hún segist hlakka til nýrra áskorana á Seyðisfirði eftir tíma á Borgarfirði sem hafi verið gefandi en á köflum erfiður.
Nær allur útskriftarbekkur sviðshöfunda úr Listaháskóla Íslands vorið 2015 hittist á Austurlandi nýverið af tilviljun. Hópurinn var eystra á ólíkum forsendum að vinna að menningar- og listaverkefnum.