Bókasafn Héraðsbúa fagnar í ár 60 ára afmæli sínu og því að 20 ár eru síðan það flutti í núverandi húsnæði í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Kristrún Jónasdóttir, sem margir þekkja sem Dúrru, rifjaði upp vegferð sína með safninu þar sem hún var bókavörður í 36 ár á afmælisfögnuði fyrir skemmstu.
Sauðburður er langt kominn á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, þar sem ungbændurnir Arna Silja Jóhannsdóttir og Sigurður Max Jónsson tóku við búskap síðastliðið haust.
Borgfirðingar tóku nýverið í notkun fuglaskoðunarskýli í Hafnarhólma með aðstöðu fyrir ljósmyndara og aðra sem hafa áhuga á að skoða lundann. Fuglinn er eitt helsta aðdráttarafl þeirra sem heimsækja fjörðinn.
Fjallaleiðsögumaðurinn Skúli Júlíusson vinnur nú að útgáfu bóka um gönguleiðir á fjöll á Austurlandi sem fyrirhugað er að komi út í sumar. Hann segir að skort hafi bók um Austfjarðafjallgarðinn.
Anna Lára Steindal og Juan Camillo Roman Estrada heimsóttu nýverið austfirska grunnskólanemendur og ræddu við þá um málefni innflytjenda. Þau segja Íslendinga oft gera óljósar kröfur til innflytjenda um aðlögun og líta fremur á þá sem vinnuafl heldur en manneskjur.
„Ég er búinn að ætla mér að gera þetta í mörg ár, en hef ekki lagt í það fyrr en núna,“ segir Garðar Harðar, tónlistarmaður á Stöðvarfirði sem stendur fyrir tveggja daga blúshátíð á staðnum um helgina.