Framsóknarmanninum Stefáni Boga Sveinssyni var nokkuð brugðið í morgun í morgun þegar hann komst að því að hann hafði verið sýndur í umfjöllun sjónvarpsþáttar John Oliver um Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Hann telur eðlilegt að formaður flokksins stígi til hliðar eftir atburði síðustu viku til að endurheimta trúverðugleika hans.
Tökur á spennuþáttunum Fortitude hófust á þriðjudag á ný og standa til föstudagsins 22. apríl. Búast má við einhverjum töfum á umferð af þeim sökum en tilkynnt er um það með fyrirvara um veður og vinda.
Nemendum Menntaskólans á Egilsstöðum gafst í dag einstakt tækifæri til að ná sér niður á kennurum í miðjum verkefnaskilum þegar hægt var að kasta rjóma í kennaranna.
Tvær austfirskar hljómsveitir koma fram á fyrsta undanúrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Annars vegar um að ræða Logn skipuð af systkinum og MurMur sem spila hafa víða um Austurland síðustu vikur.
Skálanessetur yst í Seyðisfirði trónir á toppi nýs lista ferðahandbókar Lonely Planet yfir sérstæða gististaði á Íslandi. Setrið er í öðru sæti yfir áhugaverðustu staðina til að skoða.
Hjónin Sólrún Friðriksdóttir og Ríkharður Valtingojer hafa rekið Gallerí Snærós á Stöðvarfirði frá árinu 1988 og er það eitt elsta listagallerí á landsbyggðinni.