Fatahönnuðurinn Philippe Clause segist í opnu bréfi á Facebook hafa fengið nóg af baktali á Seyðisfirði, þar sem hann hefur búið síðustu þrjú ár. Flestir bæjarbúar hafi hins vegar tekið honum vel.
Björt Þorleifsdóttir frá Stöðvarfirði var í opnuviðtali Austurgluggans í síðustu viku. Hún tók ákvörðun um að gangast undir hjáveituaðgerð haustið 2013. Síðan þá hefur líf hennar verið ein þrautaganga sem sér ekki fyrir endann á. Vegna fjölda áskoranna verður viðtalið við Björt birt hér í heild sinni.
Reyðfirðingurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir (Sylvía Lovetank) tók að sér skemmtilegt hlutverk í sýningunni Afrekskonur sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur um þessar mundir.
Það er nóg um að vera á Austurlandi um helgina og ýmsir skemmtilegir viðburðir fara fram. Litla Ljóðahátíðin hófst um síðustu helgi og heldur áfram núna um helgina með viðburðum víða um Austurland.
Fjölmennur stofnfundur Vonarstyrks var haldinn í gærkvöldi, en það eru stuðnings- og notendasamtök fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum átröskunar á einhvern hátt.
Ísland er í beinni á samfélagsmiðlinum Snapchat í dag, í fyrsta sinn. Íslendingum gefst þannig kostur á því að senda myndskeið sín í sérstaka Íslands-story sem verður aðgengileg öllum notendum Snapchat en virkir notendur samfélagsmiðilsins eru um 100 milljónir um heim allan.