Opnunarhátíð á Seyðisfirði og Vopnafirði í dag: List án landamæra enn í fullum gangi

list an  landamaera webListahátíðin List án landamæra er enn í fullum gangi á Austurlandi. Mikið var um að vera á Egilsstöðum og Djúpavogi síðastliðna helgi, en hátíðin var sett á þeim stöðum á laugardaginn. Opnunarhátíð verður á Seyðisfirði og Vopnafirði í dag, í Fjarðabyggð á morgun og á Borgarfirði eystra á laugardaginn kemur.

Lesa meira

Áfram Austurland: Upplýsingamiðstöð Austurlands og Egilsstaðastofa

birgitta og heidur upplysingamidstodvar webÞað vakti hörð viðbrögð þegar Upplýsingamiðstöð Austurlands var lokað í nóvember síðastliðnum, en þörf fyrir markvissa upplýsingagjöf eykst sífellt með vaxandi ferðamannastraumi og veðurfarslegum aðstæðum á landinu hverju sinni. Ferðamálastofa var harðlega gagnrýnd fyrir knappt framlag frá ríki til að sinna þessari þjónustu.

Lesa meira

Nýtt bókaforlag á Austurlandi

sigga lara jan15 0013 webBókstafur er nýtt bókaforlag á Egilsstöðum. Fyrsta bók forlagsins er metsölubókin Rachel fer í frí eftir Marian Keyes, einn söluhæsta höfund Íra.

Lesa meira

Áhersla á lifandi vísindamiðlun til unga fólksins: Háskólalestin á Vopnafirði um helgina

vopnafjordur 02052014 0004 webBiophilia-tónvísindasmiðjur, vindmyllur, vísindaheimspeki, stjörnufræði og japanska er meðal þeirra námskeiða sem í boði verða í eldri bekkjum Grunnskóla Vopnafjarðar þegar Háskólalest Háskóla Íslands heimsækir Vopnafjörð heim helgina 15. til 16. maí, en hún er hluti af Norrænu þekkingarlestinni.

Lesa meira

Keypti sér hrærivél með „gamaldags peningum": Eva Hrund Kjerúlf lagði fyrir tíu krónur á dag í 15 ár

Anna og Eva 003 sh webEva Hrund Kjerúlf lagði fyrir tíu krónur á dag í fimmtán ár og keypti sér Kitchenaid-hrærivél fyrir upphæðina sem hafði safnast.
Eva Hrund býr ásamt fjölskyldu sinni á Egilsstöðum. Eftir að hafa ábendingu um þetta skemmtilega mál setti Austurfrétt sig í samband við Evu og fékk hana til þess að segja sögunum um „tíkalladolluna".

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar