Bubbi og Dimma slógu botninn í Hammond-hátíð Djúpavogs sem haldin var um helgina. Hátíðin var hin tíunda í röðinni og hefur fest sig í sessi sem langstærsti menningarviðburður Djúpavogshrepps.
Skipuleggjendur Hammond-hátíðar Djúpavogs sendu í morgun frá sér yfirlýsing um að lokatónleikum hátíðarinnar, sem fara áttu fram í Djúpavogskirkju í dag, hafi verið frestað vegna veðurútlits.
Ferðasýningin Austurland að Glettingi var haldin á Reyðarfirði í lok mars. Þar buðu ferðaþjónustuaðilar í stórskemmtilegt ferðalag á puttanum um Austurland í Fjarðabyggðarhöllinni.
Hammondhátíð Djúpavogs hófst í gær á sumardaginn fyrsta, og stendur yfir alla helgina. Þetta er í tíunda skipti sem hún er haldin og er því um afmælishátíð að ræða.
Liðið Einn + níu úr Grunnskóla Reyðarfjarðar sem sigraði í tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda, FIRST LEGO League, sem fram fór í Háskólabíói í vetur og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsmeistaramóti FIRST LEGO, er nú komið til í St. Louis í Bandaríkjunum þar sem keppnin fer fram.
Fljótsdalshérað tapaði naumlega gegn Reykjavík í úrslitaþætti spurningakeppninnar Útsvars á föstudagskvöld 66-70. Keppnin var afar jöfn og spennandi til loka en Reykjavík tryggði sér sigurinn með að svara rétt 15 stiga spurningu um líkklæði Jesúm Krists.
Uppselt er á alla tónleika Hammond-hátíðar Djúpavogs sem sett verður að vanda í kvöld. Hátíðin hefur fest sig í sessi undanfarin tíu ár og er orðin að langstærsta menningarviðburði staðarins.