Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs stendur fyrir skemmtiviðburði fyrir íbúa, sem kallast „Finndu bros þitt" dagana 7. og 8. maí. Viðburðurinn tengist evrópskri ungmennaviku og er styrktur af evrópu unga fólksins ásamt Fljótsdalshéraði.
Styrktarganga „Göngum saman" 2015, fer fram á mæðradaginn, sunnudaginn 10. maí. Gengið verður á fjórum stöðum á Austurlandi í ár, í Neskaupstað, á Fáskrúðsfirði, Egilsstöðum og Vopnafirði.
Íbúasamtök Reyðarfjarðar ætla að endurvekja Bryggjuhátíðina sem haldin var í bænum um nokkurra ára skeið, en sú síðasta var sumarið 1996. Málið var tekið fyrir á vel sóttum fundi Íbúasamtaka í gærkvöldi, þar sem margar góða hugmyndir komu fram.
Listahátíðin, List án landamæra á Austurlandi, verður sett í tíunda skipti á Egilsstöðum næstu helgi, en hún breiðir úr sér með fjölda viðburða í sex sveitarfélögum næstu tvær vikur.
Velta og hagnaður bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky jókst á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins. Aukningin er að miklu leyti rekin til sýninga spennuþáttanna Fortitude sem teknir eru upp á Austurlandi.