Tónlistamaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og Magnús Stefánsson frá Marita-fræðslunni héldu fyrirlestur um einelti og afleiðingar þess í Grunnskóla Reyðarfjarðar í dag.
Lið Fljótsdalshéraðs keppir til úrslita í spurningakeppninni Útsvari en liðið lagði Skagafjörð 68-36 í undanúrslitum á föstudagskvöld. Lið Fljótsdalshéraðs hafði víðtækan stuðning áhorfenda.
Heimildamyndin Bannað að vera fáviti (No Idiots Allowed) er opnunarmynd Reykjavík Shorts & Docs í ár. Einu sinni á ári fyllist, hinn annars rólegi bær, Neskaupstaður af þungarokkurum sem mæta á Eistnaflug, einu hreinræktuðu þungarokkshátíð landsins.
Jónína Brá Árnadóttir tekur við nýju starfi atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúa hjá Seyðisfjarðarkaupstað þann 20. apríl næstkomandi. Þar mun hún hafa umsjón með starfsemi sveitarfélagsins sem tengist viðkomandi sviðum auk þess að hafa umsjón með kynningarmálum þess.
Nú styttist í vorið með tilheyrandi ferðamannastraumi í Steinasafn Petru á Stöðvarfirði. Stórfjölskylda Petru, sem rekur safnið, sameinaðist í garðinum um páskana við undirbúning ferðamannatímans.
Markaðsstjóri Pegasus segist ekki eiga von á öðru en ný þáttaröð af spennuþáttunum Fortitude verði teknir upp á Austfjörðum. Tilkynnt var um framhald þáttanna í morgun.