Sky sjónvarpsstöðin hefur staðfest að til standi að gera aðra þáttaröð af Fortitude-þáttunum sem teknir voru upp á Austfjörðum fyrir rúmu ári. Ekkert hefur samt enn verið tilkynnt um tökustað eða leikara.
Sigurlið Grunnskóla Reyðarfjarðar í tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda verður með opið kaffihús í skólanum á sunnudaginn til þess að safna fyrir ferð sinni á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum í apríl.
Það var heldur betur stuð þegar hinn geysivinsæli Popppunktur snéri aftur á Rás 2 um Páskana. Þetta voru svokallaðir Bransa-Popppunktar þar sem átta liðum úr músík bransanum var teflt saman í fjórum þáttum.
Blásið hefur verið lífi í íbúasamtök Reyðafjarðar sem stjórnarmeðlimir líta á sem virkt afl þar sem allir geta lagt sitt af mörkum til þess að gera gott samfélag enn betra.
Ekkert er hæft í frétt Austurfréttar frá í gær um að Fjarðabyggð hyggist kaupa farþegaferju og hefja siglingar milli Íslands og Evrópu enda var hún aprílgabb.
Hjónin Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustubóndi, og Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur og menningarmiðlari, hafa um nokkurt skeið unnið að uppbygginu Óbyggðaseturs á Austurlandi þar sem þau hyggjast bjóða upp á sýningu, ferðir, gistingu og veitingar.
Útsvarslið Fljótsdalshéraðs mætir liði Hafnarfjarðar í síðasta leik átta liða úrslita í kvöld. Liðið skipa þau Björg Björnsdóttir, Eyjólfur Þorkelsson og Þorsteinn Bergsson.