Jólaóratoría Bach á Austurlandi

egilsstadakirkja 0032 webKammerkór og Kirkjukór Egilsstaðakirkju, ásamt einsöngvurum og hljómsveit munu á sunnudag flytja þrjár kantötur úr frægasta og vinsælasta kórverki sögunnar, Jólaoratoríu eftir Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir verða bæði haldnir í Egilsstaðakirkju og Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.

Lesa meira

Hjalti Stefánsson í yfirheyrslu: WD 40 leysir ýmislegt

Hjalti stefansson 14Út er komin þriðji DVD diskur Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur um eldri dráttarvélar. Hann ber heitið Dráttarvélar á Íslandi, enn og aftur. Þar kennir ýmissa grasa og flestum tegundum dráttarvéla bregður fyrir við fjölbreyttar aðstæður.

Lesa meira

Grýlugleði um helgina

grylugledi 2006 webÁrviss Grýlugleði verður haldin í fimmtánda sinn á Skriðuklaustri á sunnudag kl. 14. Á henni munu sagnálfar og gaulálfar segja frá og syngja um hina hræðilegu tröllkerlingu sem kom til landsins með Ingólfi Arnarsyni og á sér bústaði tvo í fjöllunum við Fljótsdal samkvæmt kvæði Stefáns Ólafssonar frá 17. öld.

Ekki er ólíklegt að hjónakornin Grýla og Leppalúði renni á lyktina af öllum börnunum sem koma á Grýlugleði og þá gæti færst fjör í leikinn. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar