Í kvöld fimmtudaginn 16. október verður haldið árlegt Haustkvöld á Héraði. Þessi viðburður hefur verið haldinn undanfarin ár að frumkvæði Þjónustusamfélagsins á Héraði.
Það hefur farið framhjá ófáum að indverska prinsessan Leoncie er á leiðinni hingað Austur. Hún mun koma fram á karlakvöldi í Valhöll á Eskifirði laugardagskvöldið 1 nóvember n.k.
Það var mikið um dýrðir á konukvöldinu mikla sem var haldið á Staupasteini á Reyðarfirði laugardagskvöldið 11. október síðastliðin. 130.000 kr.safnaðist á kvöldinu sem renna beint til Krabbameinsfélags Austurlands.
Seyðisfjörður er einn af lykilstöðunum í nýju landkynningarmyndbandi átaksins Inspired by Iceland sem vakið hefur athygli víða um heim. Í því er leitast við að leita uppi faldar gersemar á landinu.
Kvenfélagið á Reyðarfirði hélt sinn árlega bleika fund um helgina og fengu að þessu sinni Tinnu Hrönn ráðgjafa hjá Krabbameinsfélagi Austfjarða til að koma og kynna fyrir félagskonum þá þjónustu sem félagið stendur fyrir í þágu þeirra sem greinst hafa með krabbamein.
Það er Auður Vala Gunnarsdóttir sem er í yfirheyrslu Austurfréttar að þessu sinni. Auður Vala er yfirþjálfari hjá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum og hef starfað við það undanfarin ár.
Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki hefst í dag, fimmtudaginn 16. október og stendur fram á sunnudag. Á annan tug skálda koma fram á hátíðinni og haldnir verða átta viðburðir á Fljótsdalshéraði og í Eyjafirði. Kristian Guttesen ljóðskáld er einn af þeim sem kemur fram á hátíðinni.
Vikuna 13. – 16. október leika Skuggamyndir frá Býsans balkantónlist fyrir grunnskólanemendur á Austfjörðum. Tónleikaröðin hófst í Egilsstaðaskóla í morgun og lýkur á á Höfn fyrir hádegi á fimmtudegi.