Í tilefni af degi íslenskrar náttúru í dag þriðjudaginn 16. september, mun Brynja Davíðsdóttir, umhverfis- og náttúrufræðingur og landvörður að Teigarhorni í Berufirði, taka á móti gestum og gangandi.
Austfirskir björgunarsveitarmenn eru allan sólarhringinn á vakt skammt frá Þríhyrningsá en þar þurfa allir sem fara inn að gosstöðvunum í Helluhrauni að gera grein fyrir sér.
Föstudaginn 22. ágúst síðastliðinn opnaði Bronz sólbaðsstofa að Tjarnarbraut 21 á Egilsstöðum. Eigendur hennar eru Hanna Gyða Þráinsdóttir, Hjörtur Óli Sigurþórsson, Embla Líf Valgeirsdóttir og Jakob Þráinn Valgeirsson.
Nóg verður um að vera í austfirsku menningarlífi um helgina. Tvennir tónleikar eru í boði, Eiðavinir bjóða gestum í Eiða og ný sýning opnar í Gallerí Klaustri.
Eiríkur Auðunn Auðunsson eða Eiki eins og hann er alltaf kallaður átti draum að flytja til Austurlands og opna fiskverslun. Hann lét drauminn rætast og opnaði ásamt félögum sínum Kjöt og fiskbúð Austurlands á Egilsstöðum í janúar s.l. Versluninni var svo lokað í ágúst s.l. en opnaði aftur öllum til mikillar gleði í byrjun vikunnar.
Í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna sem er í dag miðvikudaginn 10. september verða haldnar kyrrðarstundir í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrakirkju og Egilsstaðakirkju.
Í dag stendur til að smala ströndina í Reyðarfirði en smalarnir óttast að mikil umferð geti sett strik í reikninginn. Fjölmargir hafa lagt leið sína út með firðinum til að líta á strandstað og fylgjast með aðgerðum.