Sunna Ross, nítján ára frá Eiðum, sigraði í Barkanum, söngkeppni Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum sem haldin var fyrir skemmstu. Sunna keppir þar með fyrir hönd NME í Söngkeppni framhaldsskólanna síðar í vor.
Tækniminjasafn Austurlands og Minjasafn Austurlands eru á meðal 39 safna sem hlotið hafa viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra samkvæmt nýjum safnalögum. Viðurkenningin staðfestir að starfsemin fullnægi faglegum gæðakröfum.
Djúpið, leikfélag Verkmenntaskóla Austurlands, frumsýnir í kvöld söngleikinn Litlu hryllingsbúðina. Leikstjóri verksins segir um að ræða einhverja umfangsmestu uppfærslu á söngleik sem ráðist hafi verið í á Austurlandi. Mannætuplanta er fyrirferðamikil í verkinu og viðurkennir leikstjórinn að hún hafi verið til vandræða á æfingum.
Starfsmenn Sesam brauðhúss á Reyðarfirði stefna að því að baka og afgreiða allt að átta þúsund bollur á bolludaginn. Segja má að unnið sé allan sólarhringinn alla vikuna fyrir bolludaginn. Flesta daga er mætt upp úr miðnætti og unnið fram á næsta dag en í gærkvöldi var byrjað enn fyrr að baka.
Liðið 0% engar úr Brúarásskóla vakti mikla athygli þegar það sigraði í tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanema fyrir skemmstu. Liðið er fyrsta það í níu ára sögu keppninnar hérlendis sem eingöngu er skipað stelpum.
Á veraldarvefnum má nú finna Íslandsmyndband tekið í ferð fisflugvéla um landið. Stór hluti myndbandsins er tekinn á Austurlandi og sýnir einstaka sýn á landssvæðið.
Árleg sýning útskriftarnema í myndlistardeild Listaháskóla Íslands opnar í Skaftfelli á Seyðisfirði á laugardag. Áralöng hefð er fyrir að nemarnir komi austur og vinni þar. Þeir voru sautján talsins í ár og hafa aldrei verið fleiri.
Nýtt aðsóknarmet var slegið á Austurfrétt í síðustu viku, aðra vikuna í röð. Ríflega 20.000 einstakir notendur heimsóttu vefinn og flettingar voru yfir 100.000.
Tónleikafélag Djúpavogs stendur annað kvöld fyrir tónleikum til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu Baldursdóttur sem lést um áramótin langt um aldur fram eftir skammvinn veikindi.