Lag samið og flutt af Austfirðingum er á meðal þeirra níu sem komin eru í úrslit í sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins. Lokadagur kosningar hlustenda er á morgun.
Háskólalest Háskóla Íslands heimsótti Fjarðabyggð um síðustu helgi. Komið var við í grunnskólum sveitarfélagsins þar og haldnar kynningar fyrir nemendur í elstu bekkjunum. Reisunni lauk með vísindaveislu í grunnskólanum á Reyðarfirði.
Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) gaf Nesskóla nýverið 40 iPad4 spjaldtölvur ásamt hulstrum. Spjaldtölvutæknin verður sífellt fyrirferðameiri í kennslu þar sem æ fleiri forrit koma út á því formi.
Sjómannadagsblað Austurlands er komið út og er það 19. árgangur blaðsins sem líkt og undanfarin ár er um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað nýrra og gamalla ljósmynda prýða blaðið og eru efnistökin vítt og breitt af Austurlandi.
Skipverjar á Húna II, sem voru í hringferð nýlega, komu við á Breiðdalsvík og verðlaunuðu þar Elís Pétur Sigurðsson fyrir framlag hans til fræðslumála í starfi við útgerðina undanfarin ár.
Í haust verður gefin út 100 ára saga Kaupfélags Héraðsbúa (KHB). Jón Kristjánsson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, ritar sögu félagsins en hann vann um áratuga skeið hjá Kaupfélaginu áður en hann settist á þing.