Uppsetningu á stálgrind að ljúka

Verið er að ljúka við að reisa stálgrind fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Samkvæmt áætlunum á að vera lokið við að klæða verksmiðjuhúsið í októbermánuði. Í klæðninguna verða notaðar einangraðar einingar úr áli og eru þær í sama lit og önnur mannvirki HB Granda við höfnina á Vopnafirði.

hbgrandi_stlgrind.jpg

Lesa meira

Uppsetning stoðvirkja hafin

Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja snjóflóðavarnagarðs í Tröllagili í Neskaupstað eru að hefjast. Á því verki að ljúka haustið 2012. Gerð snjóflóðavarnagarðsins sjálfs, sem er þriðji áfangi heildarverksins, mun þó frestast eitthvað vegna kreppunnar. Ofanflóðasjóður ber 90% kostnaðar við slík mannvirki og viðkomandi sveitarfélag 10%.

nesk_img_0143.jpg

Lesa meira

Síldarkvótanum komið í höfn

Nú styttist í að veiðum skipa HB Granda á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum ljúki á þessu sumri. Veiðarnar hafa verið stundaðar innan íslensku lögsögunnar og hafa þær gengið vonum framar. Hvert þriggja uppsjávarveiðiskipa fyrirtækisins á eftir að landa einu sinni á Vopnafirði, haldist veiði góð og veður skikkanlegt.

sld.jpg

Lesa meira

Nýjar sýningar í Skaftfelli

Tvær nýjar sýningar opna í Skaftfelli - miðstöð myndlistar á Austurlandi á laugardag.

Sýning Ólafs Þórðarsonar, Hagræðingar / Rearrangements, opnar kl. 16:00 á Vesturveggnum og sýning Aðalsteins, Myndverk úr steinum úr náttúru Íslands kl.  16:30 í Bókabúðinni.

skaftfell.jpg

Lesa meira

Ekki sérleyfi á Drekanum

Orkustofnun veitir ekki sérleyfi á þessu ári til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu. Ástæðan er að Sagex Petroleum og Lindir Exploration hafa dregið umsókn um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu til baka. Áður hafði Aker Exploration gert slíkt hið sama. Stefna um framhaldið verður mótuð á næstunni af stjórnvöldum.

dreki_mynd_langanesbyggdis.jpg

Lesa meira

Reist í trú og skyldurækt

Sextíu ára afmæli Möðrudalskirkju var minnst með kvöldmessu í kirkjunni 4. september síðastliðinn.  Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli, rifjaði upp sögu kirkjunnar við það tækifæri.

mrudalskirkja.jpg

Lesa meira

Örnefni um landið

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Menningarráð Austurlands, Þekkingarnet Austurlands og Hofverjar gangast fyrir fundi um örnefni og örnefnasöfnun á Austurlandi í dag, fimmtudag, kl. 17-19 í Kaupvangi á Vopnafirði.

rnefni.jpg

Lesa meira

Sendiherra segir Rússa vilja aðstoða

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, segir að Rússar muni hjálpa Íslendingum. Lánveiting sé til skoðunar.

russian_ambassador.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar