Hollvinasamtök Heilsugæslu Fjarðabyggðar stofnuð

Sunnudaginn 26. apríl voru stofnuð Hollvinasamtök Heilsugæslunnar í Fjarðabyggð. Stofnfundurinn var haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði og var mjög vel sóttur. Í frétt um stofnun samtakanna á vefnum www.hsa.is má lesa að í stofnskrá komi fram að samtökunum sé ætlað að auka tengsl almennings við heilsugæsluna og efla hag hennar, meðal annars með fjárhagslegum og siðferðilegum stuðningi og aukinni kynningu út á við. Formaður samtakanna er Björn Grétar Sveinsson. Samtökin hafa sett upp vefsíðuna www.hollvinir.123.is.

valdimar_hermannsson_hannes_sigmarsson_vefur.jpg

Lesa meira

Vikulegt flug frá Akureyri til Portúgal í sumar

Úrval-Útsýn býður nú, að eigin sögn fyrst ferðaskrifstofa, beint flug frá Akureyri til Faro í Portúgal vikulega í sumar.  Í tilkynningu segir að nú geti norðlenskar og austurlenskar fjölskyldur flogið beint í fríið á Algarve ströndina og í sólina.  Í samstarfi við portúgalska söluaðila bjóðast nú einnig ferðir frá Portúgal til Akureyrar og nágrennis.

hotelportugal.jpg1_vefur.jpg

Lesa meira

Þýðendur íslenskra bókmennta þinga á Hala og í Reykjavík

Dagana 23.- 26. apríl verður haldið á Hala í Suðursveit og í Reykjavík alþjóðlegt þýðendaþing. Von er á 24 þýðendum erlendis frá en þeir koma frá Þýskalandi, Spáni, Póllandi, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Hollandi, Rússlandi, Tékklandi, Noregi og Svíþjóð. 9 þýðendur sem búsettir eru hér á landi taka líka þátt í þinginu. Fjallað verður um íslenskar bókmenntir, vanda og vegsemd þýðandans og meðal annars sagt frá verkefninu „Sagenhaftes Island“, þýðingar- og kynningarátaki í tilefni þess að Ísland verður heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011. 

bkur.jpg

Lesa meira

Opnar í Breiðdalsá 1. maí

Opnað verður á veiðisvæðum Veiðiþjónustunnar Strengja í Breiðdalsá 1. maí næstkomandi. Um er að ræða silungasvæði og er bleikjan mætt í ósinn. Sást hún vaka þar á laugardag.  Töluverður snjór er í fjöllum og lítur vel út með vatnsbúskap í Breiðdal fyrir sumarið. Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum segir að gengið hafi fremur treglega í Minnivallalæk í apríl fyrir utan að eitt holl fékk 12 fiska. Hann segir nokkuð laust af leyfum ennþá hér og hvar í þeim ám sem Strengir hafa á sinni könnu, en mikið sé spurt um lausa daga nú þegar vorfiðringur er komin í veiðimenn.

bleikjuveii.jpg

Stofnun hollvinasamtaka á sunnudag

Hollvinasamtök heilsugæslu Fjarðabyggðar verða stofnuð sunnudaginn 26. apríl næstkomandi í safnaðarheimilinu Reyðarfirði kl 17.00.

Dauðir rísa ... úr gröfum Skriðuklausturs

Minjasafn Austurlands, í samvinnu við Skriðuklaustursrannsóknir, opnar í dag, sumardaginn fyrsta, sýninguna ,,Dauðir rísa ... úr gröfum Skriðuklausturs.“ Sýningin  fjallar um fólkið sem grafið var á Skriðklaustri frá tímum klaustursins (1493-1554) og fram á 18. öld.  Aðstandendur sýningarinnar segja að með henni náist vonandi að kynnast örlítið hinum löngu liðna hugarheimi íslenskra miðalda og minnast fólksins sem á Skriðuklaustri var jarðað þó að lífshlaup þeirra sé enn að mestu hulin ráðgáta.

beinagrind.jpg

Lesa meira

Vistvæn innkaup hjá Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í lok síðasta árs innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir sveitarfélagið, í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/2007. Umhverfisáherslur og vistvæn innkaup eru einn þáttur reglnanna.

Innkaupastefnan var unnin með hliðsjón af þörfum sveitarfélagsins, en innkaup og innkaupaaðferðir sveitarfélagsins voru tekin til skoðunar í því skyni.

innkaup.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar