Leita leiða til að bæta viðnám samfélaga við veðurröskunum
Matís á Austurlandi, í samstarfi við Austurbrú, er meðal 42 mismunandi aðila víðs vegar úr Evrópu sem þátt taka í stóru verkefni sem miðar að því að vinna að nýrri nálgun á náttúrumiðuðum aðferðum til að sporna gegn ýmsum neikvæðum áhrifum sem loftslagsbreytingar valda. Verkefnið kallast NATALIE og verkefnastjóri Matís í því er Anna Berg Samúelsdóttir.Hundar fá að gista á Hildibrand
Hótel Hildibrand í Neskaupstað er, eftir því sem Austurfrétt kemst næst, annað hótelið á Austurlandi þar sem heimilt er að hafa með sér hund í gistingu. Slíkt hefur þó rutt sér til rúms víða um land.Frumsýna baráttumyndband gegn sjókvíaeldi á samstöðufundi
VÁ – félag um verndun fjarðar, hefur boðað til samstöðufundar gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði í félagsheimilinu Herðubreið á morgun. Þar verður frumsýnt myndband sem á að vekja athygli á baráttu Seyðfirðinga sem ætla á táknrænan hátt að draga línu í sjóinn.Gefa vöggugjafir til foreldra í Fjarðabyggð
Kjörbúðin og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa gert með sér samkomulag um að gefa nýjum foreldrum í sveitarfélaginu vöggugjöf. Um er að ræða pakka með nauðsynjavörum fyrir fyrstu vikurnar í lífi nýrra barna og foreldra sem hægt er að nálgast í Kjörbúðum í sveitarfélaginu.Athyglisvert myndband sýnir norðurljósin dansa yfir Egilsstöðum
Myndband, sett saman úr 300 ljósmyndum, sýnir á merkilegan hátt norðurljós dansa yfir Egilsstöðum á kröftugi kvöldi fyrr í haust. Myndbandið hefur vakið athygli í netheimum.Tengslin við Frakkland eru hluti af sjálfsmynd allra Fáskrúðsfirðinga
Frakkinn Antoine Cailloce lauk í vor við meistararitgerð sína um áhrif veru Frakka á Fáskrúðsfirði á hvernig staðurinn hefur þróast í nútímanum. Hann segir dulin tengsl við Frakkland finnast við nánast hvert fótmál á Fáskrúðsfirði. Þau birtist sterkast í útgerðarsögunni, ferðaþjónustunni og sjálfsmynd íbúa - hvort sem þeir eru innfæddir eða aðfluttir.Vonast eftir húsfylli á málþingi um tækifæri og áskoranir í geðheilbrigðismálum
Sé miðað við þann fjölda sem þegar hefur skráð komu sína á málþing Tónleikafélags Austurlands um tækifæri og áskoranir í geðheilbrigðismálum sem hefst í Valaskjálf á morgun eru sterkar líkur á húsfylli eins og gerðist á málþingi félagsins á síðasta ári.