„Sennilega oft verið minn versti óvinur“

Erfiðleikar á æskuheimilinu urðu til þess að Heiða Ingimarsdóttir gat ekki tekið prófin eftir fyrsta vorið í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Henni var um sumarið komi í fóstur og þannig hófst flakk hennar um landið. Hún taldi sér trú um að hún gæti ekki lært en spyrnti sér upp eftir að hafa verið einstæð tveggja barna móðir, upp á félagsþjónustuna komin. Heiða lauk síðar meistaranámi í almannatengslum í Englandi og starfar í dags sem upplýsingafulltrúi Múlaþings.

Lesa meira

Leita leiða til að bæta viðnám samfélaga við veðurröskunum

Matís á Austurlandi, í samstarfi við Austurbrú, er meðal 42 mismunandi aðila víðs vegar úr Evrópu sem þátt taka í stóru verkefni sem miðar að því að vinna að nýrri nálgun á náttúrumiðuðum aðferðum til að sporna gegn ýmsum neikvæðum áhrifum sem loftslagsbreytingar valda. Verkefnið kallast NATALIE og verkefnastjóri Matís í því er Anna Berg Samúelsdóttir.

Lesa meira

Hundar fá að gista á Hildibrand

Hótel Hildibrand í Neskaupstað er, eftir því sem Austurfrétt kemst næst, annað hótelið á Austurlandi þar sem heimilt er að hafa með sér hund í gistingu. Slíkt hefur þó rutt sér til rúms víða um land.

Lesa meira

Frumsýna baráttumyndband gegn sjókvíaeldi á samstöðufundi

VÁ – félag um verndun fjarðar, hefur boðað til samstöðufundar gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði í félagsheimilinu Herðubreið á morgun. Þar verður frumsýnt myndband sem á að vekja athygli á baráttu Seyðfirðinga sem ætla á táknrænan hátt að draga línu í sjóinn.

Lesa meira

Gefa vöggugjafir til foreldra í Fjarðabyggð

Kjörbúðin og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa gert með sér samkomulag um að gefa nýjum foreldrum í sveitarfélaginu vöggugjöf. Um er að ræða pakka með nauðsynjavörum fyrir fyrstu vikurnar í lífi nýrra barna og foreldra sem hægt er að nálgast í Kjörbúðum í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Tengslin við Frakkland eru hluti af sjálfsmynd allra Fáskrúðsfirðinga

Frakkinn Antoine Cailloce lauk í vor við meistararitgerð sína um áhrif veru Frakka á Fáskrúðsfirði á hvernig staðurinn hefur þróast í nútímanum. Hann segir dulin tengsl við Frakkland finnast við nánast hvert fótmál á Fáskrúðsfirði. Þau birtist sterkast í útgerðarsögunni, ferðaþjónustunni og sjálfsmynd íbúa - hvort sem þeir eru innfæddir eða aðfluttir.

Lesa meira

LungA var ævintýrið sem mótaði manneskju

Björt Sigfinnsdóttir var á táningsaldri á Seyðisfirði þegar hún barði hnefanum í eldhúsborðið á æsku heimilinu og vildi burt af staðnum hið fyrsta. Þar væri ekki nóg fyrir hana að gera og bærinn „skítapleis.“ Móðir hennar, Aðalheiður Borgþórsdóttir, fór heldur óhefðbundna og um leið merkilega leið til að friða dótturina; þær komu sér saman um, að stofna til listaveislunnar LungA. Hún gekk frá árinu 2000 þar til í sumar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar