Björg Björns: Var mjög áfram um að Steini héldi áfram

Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð mætast í fyrstu Útsvarsviðureign tímabilsins á RÚV í kvöld. Liðin áttust við í undanúrslitum í vor þar sem Fljótsdalshérað hafði betur og vann keppnina. Liðsmaður Fljótsdalshéraðs reiknar með að lið Fjarðabyggðar leiti hefnda nú.

Lesa meira

Jón í Möðrudal gat allt nema að úthýsa gestum

Út september stendur yfir sýning um Jón A. Stefánsson, bónda, fjöllistamann og þúsundþjalasmið frá Möðrudal á Fjöllum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Jón var goðsögn í lifanda lífi og virðast listaverk hans á ný vera að öðlast sess í austfirskri menningu.

Lesa meira

Má bjóða þér að bjóða í málverk?

„Það er annað hvort að flytja þetta allt suður eða bjóða fólki að kaupa falleg málverk,“ segir Rán Freysdóttir, arkitekt og rekstraraðili Löngubúðar á Djúpavogi, en sumaropnun hennar lýkur á fimmtudaginn.

Lesa meira

Tónleikar og fyrirlestur um mannréttindi: Strom & Wasser á ferð um Austfirði

Þýska jazzsveitin Strom & Wasser er á ferð um Austfirði en hún kemur fram í Valaskjálf í kvöld með þekktum íslenskum tónlistarmönnum á borð við Ragnheiði Gröndal og Agli Ólafssyni. Forsprakki sveitarinnar er baráttumaður fyrir mannréttindum og verður með fyrirlestur um aðbúnað flóttamanna í Menntaskólanum á Egilsstöðum í dag.

Lesa meira

„Dæmigerð saga af hinu íslenska fiskeldi“

„Við ætluðum að fara í marhnútaeldi, veiddum marhnúta heilan dag og slepptum þeim í þró niður við bryggju,“ segir Kastljósstjarnan Helgi Seljan í þættinum Að austan á N4, en þar greinir Helgi frá uppvaxtarárum sínum á Reyðarfirði, ungliðapólitíkinni og háleitum framtíðardraumum.

Lesa meira

Innrás úr Austri: Austfirðingar kallaðir til í Hörpu

Stórleikar með úrvali austfirskra tónlistarmanna verða haldnir í Hörpu í Reykjavík á laugardagskvöld. Forsprakki tónleikanna hlakkar til að koma brottfluttum Austfirðingum og forvitnum borgarbúum á óvart.

Lesa meira

„Alltaf látin vita að ég eigi ekki að hætta“

Listakonan Katrín Guðmundsdóttir á Eskifirði hefur rekið Verkstæði Kötu um árabil þar sem hún vinnur og selur fallega muni úr leir og gleri. Hún segist ómöguleg nema hún sé sífellt að skapa.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.