Jóhanna Malen Skúladóttir, fimmtán ára stúlka frá Hallormsstað fór með sigur af hólmi í Söngvarakeppni Austurlands sem haldin var á Reyðarfirði á laugardag í tengslum við Hernámsdaginn.
Á morgun hefst í Kirkju- og menningarmiðstöð Austurlands tónleikaröð með austfirskum tónlistarmönnum. Áhorfendur munu ekki sjá hvað fram fer á tónleikunum.
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi (JEA) verður haldin í 27. sinn um helgina. Hátíðin er nokkuð breytt að þessu sinni þar sem hún verður haldin öll á sama staðnum á einum degi. Eitt hreinræktað jazzband kemur fram á hátíðinni en þar verður töluvert um blús og rokk.
Fjöldi gesta lagði leið sína í Hallormsstaðarskóg fyrir rúmri viku þar sem skógardagurinn mikli var haldinn í tíunda sinn. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði, grillað nautakjöt og fleira góðgæti.
Hernámsdagurinn hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður á Reyðarfirði, síðasta sunnudaginn í júní. Dagskráin hefur smám saman verið að vinda upp á sig og hefur laugardagurinn einnig verið lagður undir þessa litríku bæjarhátíð undanfarin ár.
Sirkuslistamennirnir Jay Gilligan og Kyle Diggs sýna listir sínar í djögli eða „juggle" í Sláturhúsinu í kvöld. Þeir hafa ferðast um Ísland undanfarinn mánuð og er sýningin í kvöld sú síðasta í ferðinni.
Fyrrum sóknarprestur í Vallanesprestakalli segir það tákn um stórhug í samfélaginu að hafa ráðist í byggingu kirkju á Egilsstöðum fyrir fjörutíu árum. Nýir prestar í sameinuðu Egilsstaðaprestakalli voru kynntir til leiks þegar haldið var upp á 40 ára afmæli kirkjunnar á sunnudag.