Trúin mótar einstaklinginn og þar með samfélag mannanna. Kirkja er annað og meira heldur en stök bygging. Hún byggist á því starfi sem innan hennar þrífst.
Hljómsveitin Dúkkulísurnar héldu í gær tónleika á Hótel Öldunni á Seyðisfirði til styrktar tónlistarskóla staðarins. Hljómsveitin er nýkomin frá Færeyjum þar sem hún var meðal annars í hljóðveri.
Annað kvöld verður heimildarmynd um tónlistarhátíðina Bræðsluna eftir Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur sýnd í Félagsheimilinu Fjarðarborg, Borgarfirði eystra. Þetta er í fyrsta sinn sem myndin er sýnd á Austurlandi.
Á morgun, fimmtudag, verða tónleikarnir Rythmefor/Hrynferð í Randulfssjóhúsi. Tónleikarnir eru afrakstur samstarfs Eskju á Eskifirði og BioMar í Noregi þar sem ungir tónlistarmenn frá Austurlandi og Vesterålen í Noregi fá tækifæri til að vinna saman.
Skógardagurinn mikli verður haldinn í tíunda sinn í Hallormsstaðaskógi laugardaginn 21. júní og er dagskráin er margbreytileg að venju. Forleikur að dagskránni hefst raunar í kvöld þegar Landssamtök sauðfjárbænda og sauðfjárbændur á Austurlandi bjóða til veislu í Mörkinni á Hallormsstað. Þar verður grillað lambakjöt og tónlistarfólk skemmtir gestum.
Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi verður haldinn laugardaginn 28. júní í Sláturhúsinu, menningarsetri. Hátíðin hefur verið árviss viðburður í blómlegri tónlistarflóru Austurlands og er elsta jazzhátíð Íslands.
Sunnudaginn 22. júní verður haldið upp á 75 ára afmæli Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Afhjúpað verður skilti um bygginguna og opnuð sölubúð í einu herbergi hússins þar sem m.a. verða til sölu minjagripir um húsið. Dagskráin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir.