Gríðarmikið gagnamagn í Breiðdalssetri

Síðustu vikur hefur verið unnið í því að flokka og greina gögn breska jarðfræðingsins George P. L. Walker í Breiðdalssetrinu á Breiðdalsvík.  Um er að ræða meðal annars gríðalegt magn af ljós- og slidesmyndum (u.þ.b 20.000 þúsund) víðs vegar að úr heiminum.

 breidalssetur.jpg

Lesa meira

Fuglafestival í dag

Fuglafestival er haldið á Djúpavogi og Höfn í dag. Tilgangur þess er að auka áhuga almennings á fuglaskoðun og kynna sér það fjölbreytta fuglalíf sem í boði er á þessu svæði. Markmiðið er að viðburður sem þessi verði árviss.

grathrostur_3__large_sig_g.jpg

Lesa meira

Borgarahreyfingin vill hraða aðgerðum

Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir áhyggjum sínum af hægagangi og foringjastjórnmálum í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Segir í tilkynningu að þinghópurinn hvetji til víðtækara samráðs við nýkjörið þing, sem verði kallað saman hið fyrsta. Mótmæli við Alþingi sl. janúar hafi ekki snúist um Evrópusambandið heldur um bankahrunið og aðgerðarleysi stjórnvalda. Brýn mál er varða aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu verði að hafa forgang.

alingi.jpg

Samtök atvinnulífs á Fljótsdalshéraði

Til stendur að stofna samtök atvinnulífsins á Fljótsdalshéraði. Markmiðið með samtökunum verður að veita sveitarfélaginu aðhald auk þess sem þeim er ætlað að efla atvinnulífið. Starfshópur hefur unnið að undirbúningi. Sveitarfélagið mun kosta einn starfsmann fyrir samtökin. Stofnfundurinn verður haldinn í maí og á hann verða atvinnurekendur á Héraði boðaðir.

fljtsdalshra_merki.jpg

Lesa meira

Öflugur fimmti flokkur á Fjarðaálsmóti

Í gær fór fram Fjarðaálsmót í 5. flokki drengja og stúlkna. Mótið fór hið besta fram og stóðu allir sig með sóma; keppendur, þjálfarar, dómarar og áhorfendur. Fjórði flokkur drengja og stúlkna keppir í dag.

219082_63_preview.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggðarkrakkar til mikils sóma

Í síðustu viku voru Andrésarleikarnir haldnir á Akureyri í þrítugasta og fjórða skiptið.  Að þessu sinni voru 792 keppendur skráðir til leiks og þar af komu 69 keppendur frá Fjarðabyggð.  Fjarðabyggðarkrakkarnir vöktu sérstaka athygli því þeir röðuðu sér á glæsilegan máta upp í skrúðgöngu sem var hluti setningarhafhöfn leikanna. Allir krakkarnir voru með Fjarðabyggðarbuff á höfðinu þannig að það fór ekki milli mála hvaðan þau komu. Var það mál manna að þarna hefði komið til leikanna einkar föngulegur og prúðmannlegur hópur.

andrsarleikar.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð sigraði Tindastól

Fjarðabyggð sigraði Tindastól nokkuð örugglega í gærkvöldi. Leikið var í Boganum á Akureyri. Ágúst Örn skoraði tvö mörk. Það fyrra eftir 7.mín leik. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik kláruðu KFF drengir leikinn á fyrstu 20 mínútunum með öðru marki frá Gústa og svo skoraði fyrirliðinn Haukur Ingvar þriðja markið. Fjarðabyggð var annars mun sterkari aðilinn en þó áttu Stólarnir sína kafla. Úrslitaleikurinn verður í Boganum kl. 16:00 á sunnudag.

219082_63_preview.jpg

Ævintýrið 1939

70 ár frá byggingu Gunnarshúss á Skriðuklaustri: 

Í dag, 1. maí, verður opnuð sýning á Skriðuklaustri í tilefni 70 ára frá byggingu hins einstæða húss Gunnars Gunnarssonar skálds. Á sýningunni er í máli og myndum sagt frá þessu ótrúlega ævintýri 1939 þar sem hátt í hundrað manns unnu sex daga vikunnar frá vori og fram að jólum við að reisa stórhýsið.

imageriuklaustur.jpg

Lesa meira

Fá viku í viðbót á grásleppuna

Sjávarútvegsráðherra ákveð í gær að lengja veiðitíma grásleppu um viku og verður þannig við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Verð á grásleppuhrognum er í sögulegu hámarki. Grásleppuveiðar voru heimilaðar í fimmtíu og fimm daga en það hefur nú verið lengt í sextíu og tvo daga, sem gefur grásleppukörlum aukið svigrúm til veiðanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.