Kvennalið Einherja vann sinn fyrsta sigur í sumar þegar liðið lagði Fram á Vopnafjarðarvelli á laugardag. Tvö austfirsk lið eru áfram efst í sínum deildum.
Nóg var um að vera í fótboltanum um helgi hjá liðunum á Austurlandi. Síðasta vika var erfið hjá liðunum og almennt hjá austfirsku liðunum. Aðeins eitt þeirra náði í stig.
Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknir í annarri deild kvenna vann um helgina sinn sjötta leik í röð. Í þriðju deild karla hafði Höttur/Huginn betur gegn Augnabliki í toppslag.
Um nýliðna helgi fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum á Selfossi. Tveir keppendur kepptu undir merkjum UÍA og stóðu þeir sig báðir vel.