Leiknir er kominn áfram í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir að hafa slegið Huginn út eftir vítaspyrnukeppni á Fellavelli í gær. Einherji er úr leik eftir að hafa tapað fyrir Sindra á sama stað á laugardag.
Á fimmta tug sjálfboðaliða kom að því að moka snjó af gervigrasvellinum í Neskaupstað í gær. Í kvöld stendur til að reyna að tjalda þar risatjöldum sem hýsa munu alls sjö keppnisvelli á Öldungamótinu í blaki sem hefst þar á fimmtudag.
Utandeildarlið Hrafnkels Freysgoða er úr leik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 16-0 tap fyrir Hetti, sem leikur í 2. deild, á Fellavelli á föstudag. Hattarmenn röðuðu inn tíu mörkum í seinni hálfleik.
Flautað var til leiks á Öldungamótinu í blaki klukkan átta í morgun. Sjálfboðaliðar voru að fram yfir miðnætti við að koma uppblásnum risatjöldum fyrir í Fjarðabyggðarhöllinni.
Austfirsku liðin hafa lokið þátttöku sinni í Lengjubikarnum þetta vorið en engu þeirra tókst að komast í úrslitakeppnina. Framundan er bikarkeppnin og svo Íslandsmótið.
Fimmtudaginn 19.mars síðastliðin voru veittar viðurkenningar á vegum Ungmennafélags Neista. Voru veittar fimm viðurkenningar til metnaðarfullra og duglegra ungmenna.