Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í annarri deild kvenna og Hattar/Hugins í þriðju deild karla eru efst í sínum deildum og hafa ekki enn tapað leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leiknir hefur unnið þrjá leiki í röð og Einherji vann skrautlegan sigur.
Lið Hattar/Hugins í þriðju deild karla í knattspyrnu fór í langa og stranga ferð til Vestmannaeyja um helgina en hún var fyrirhafnarinnar virði þar sem liðið kom heim með þrjú stig. Leiknir og lið Einherja fengu sín fyrstu stig í deildakeppninni í sumar.
Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis hefur skorað tíu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í annarri deild kvenna í knattspyrnu. Byrjunin er erfiðari hjá öðrum austfirskum liðum.
Spánverjarnir Alexandra Taberner og Marta Saez, sem í sumar spila með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í annarri deild kvenna í knattspyrnu, láta vel af vistinni hjá félaginu.
Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis hafði betur gegn Fjölni í uppgjöri efstu liðanna í annarri deild kvenna þegar liðin mættust á Reyðarfirði í gærkvöldi. Austanliðið hélt uppteknum hætti og skoraði fimm mörk í leiknum en gestirnir tvö.
Höttur/Huginn er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum í þriðju deild karla í knattspyrnu. Liðið vann nágrannaslag gegn Einherja á Fellavelli í gærkvöldi.
Sigurganga Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í annarri deild kvenna heldur áfram og hefur liðið nú unnið fyrstu fjóra leiki sína. Leiknir Fáskrúðsfirði er að rétta úr kútnum í annarri deild eftir erfiða byrjun.
Seyðfirðingar kvöddu knattspyrnuleik sinn, sem senn verður tekin undir íbúabyggð, á laugardag. Tvö lið, skipuð fyrrum leikmönnum Hugins, gerðu 4-4 jafntefli í kveðjuleik.
Kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á laugardag en til stendur að taka vallarstæðið undir íbúabyggð. Einn þeirra sem stendur að baki vellinum segir þá sem ólust upp með vellinum eiga þaðan fjölda æskuminninga og það að horfa á eftir vellinum sé eins og að kveðja vin. Almenn sátt sé þó við að þörf sé á íbúðum.