Fortitude: 2. þáttur. Myljandi spenna!
Jæja, þrátt fyrir ákveðnar efasemdir eftir síðasta þátt var ég orðin mjöööög spennt í gærkvöldi. Búin að fara í bað og koma mér svakalega vel fyrir í náttfötunum, undir sæng, fyrir framan sjónvarpið. Og var staðráðin í að horfa nú með jákvæðu gleraugunum á þetta alltsaman. Ég vil nefnilega fá Fortitude aftur austur. Stanley Tucci í ræktina. Dumbledore í kaupfélagið. Aukahlutverk fyrir alla. Allt þetta ætlaði ég að láta gerast, með hugarorkunni. Svo ég bað í hljóði til IMDB, krossaði putta og tær, og beið átekta.Fjarðabyggðarfundurinn á dögunum
Fyrir nokkrum árum boðaði sveitastjórn Fjarðarbyggðar til samskonar fundar á Stöðvarfirði, þá fékk fólk, líkt og nú, að vita það, komið á fundinn að hann væri ekki um það sem stóð í auglýsingunni. Stöðfirðingum var sem sagt ekki ætlað að hafa, þá, skoðanir á neinu á fundinum nema sem snertu þennan friðsæla byggðakjarna. Fundarfólk sætti sig við orðinn hlut og viðraði þær skoðanir að hvað sem gert yrði í byggðinni þá mætti ekki spilla Balanum.Er tómlæti að drepa svæðisfjölmiðlana?
Frá síðustu aldamótum hefur starfsemi fjölmiðla á Austurlandi dregist mjög mikið saman. Árið 1998 störfuðu 16 manns við hefðbundna fjölmiðla á Austurlandi (þ.e. í Múlasýslum). Árið 2006 voru þeir 11 en í dag eru þeir 6. Starfsemi landsmiðla sem áður var töluverð er að mestu horfin af svæðinu –fyrir nokkru síðan. Fréttaflutningi af svæðinu og innan þess er sinnt eftir sem áður en eðlilega er krafturinn minni þegar svo fáir starfandi fjölmiðlamenn eru eftir.Fortitude: Handritið er einhverjum að kenna
„Vá, hvað Fortitude var leiðinlegt," er það eina sem ég hef séð sagt um málið á Facebook.Mér þykir fjarskalega leitt að játa að ég er pínu sammála. Mér þykir það leitt vegna þess að auðvitað vildi ég að þættirnir sem teknir voru upp „hér fyrir austan," allir Austfirðingar léku í og einhverjir unnið við, væru góðir. Helst alveg fjarskalega góðir. En á þessu stigi málsins er ég alveg ferlega hrædd um að svo sé bara... ekki.