Tvö hundruð tonnum meira um borð en gefið var upp

manon_lodnudallur_esk_jan13_web.jpg
Um tvö hundruð tonnum meira reyndist vera um borð í norska loðnuveiðiskipinu Manon, sem færst var til hafnar á Eskifirði í gærmorgun, en tilkynnt hafði verið um. Lokið var við löndum úr skipinu í gærkvöldi og málið nú í höndum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Eskifirði.

Lesa meira

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins: Bætt hagstjórn aðalmálið

xd_frambodsfundur_egs_jan13_web.jpg
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi segjast leggja áherslu á atvinnumál í fjórðungnum. Þeir gagnrýndu efnahagsstjórn undanfarinna ára harðlega á opnum framboðsfundi á Egilsstöðum á laugardag. Tveir sækjast eftir fyrsta sæti listans.

Lesa meira

Eyrún nýr héraðsdýralæknir

eyrun_arnardottir.jpg
Eyrún Arnardóttir tekur við sem héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi um næstu mánaðarmót þegar Hjörtur Magnason, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár, lætur af störfum.

Lesa meira

AFL: Ekki staða til átaka á vinnumarkaði

afl.gif
Samninganefnd AFLs starfsgreinafélags varar við að gerðir verði langtímakjarasamningar. Þótt forsendur kjarasamnings séu að mestu brostnar telur nefndin að ekki sé staða til átaka á vinnumarkaði að sinni.

Lesa meira

Stillt upp hjá Dögun

dgun_logo.jpg
Kjördæmafélag Dögunar í Norðausturkjördæmi ætlar að notast við uppstillingu við val á framboðslista í kjördæminu fyrir kosningarnar í vor. Þá leið fer Dögun í öllum kjördæmum.

Lesa meira

Kristína með metafla af frystum afurðum til Neskaupstaðar

kristina_ea_web.jpg
Kristína EA 410 kom í dag með tæp tvö þúsund tonn af frystum afurðum til Neskaupstaðar sem veiddar voru á sex dögum. Ekki mun hafa áður verið landað hérlendis jafn miklum afla sem frystur hefur verið á svo stuttum tíma.

Lesa meira

Ráðuneytið hættir stuðningi við StarfA: Breytingar framundan

starfa.jpg
Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að hætta stuðningi sínum við starfsendurhæfingarstöðvar eins og þá sem rekin er á Austurlandi undir merkjum StarfA. Hægt á að vera að ljúka endurhæfingu þeirra einstaklinga sem þegar eru komnir í ferli hjá StarfA.

Lesa meira

Vandséð að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu efli Seyðisfjörð

vilhjalmur_jonsson_sfk_mai12.jpg
Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, segir rekstur sveitarfélagsins stefna í rétta átt eftir miklar aðgerðir til að rétta reksturinn við. Framtíðin velti samt á því hvað gerist í atvinnumálum. Vandséð sé að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og veiðileyfagjaldi efli sjávarútveg á staðnum.

Lesa meira

Framboðslisti VG staðfestur

steingrimur_j_sigfusson_neskmai12.jpg
Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor var samþykktur á aukakjördæmisþingi hreyfingarinnar sem haldið var á Akureyri í dag. Formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þuríður Backman, sem hættir á þingi í vor, er í átjánda sæti.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar