Um tvö hundruð tonnum meira reyndist vera um borð í norska loðnuveiðiskipinu Manon, sem færst var til hafnar á Eskifirði í gærmorgun, en tilkynnt hafði verið um. Lokið var við löndum úr skipinu í gærkvöldi og málið nú í höndum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Eskifirði.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins: Bætt hagstjórn aðalmálið
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi segjast leggja áherslu á atvinnumál í fjórðungnum. Þeir gagnrýndu efnahagsstjórn undanfarinna ára harðlega á opnum framboðsfundi á Egilsstöðum á laugardag. Tveir sækjast eftir fyrsta sæti listans.
Björgunarsveitin Vopni kölluð út til að aðstoða skip með bilaða vél
Björgunarsveitin Vopni var kölluð tvisvar út seinni partinn á fimmtudag. Annað skiptið var það til að aðstoða eitt af skipum HB Granda sem var með bilaða vél.
Eyrún nýr héraðsdýralæknir
Eyrún Arnardóttir tekur við sem héraðsdýralæknir í Austurlandsumdæmi um næstu mánaðarmót þegar Hjörtur Magnason, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár, lætur af störfum.
Miklar breytingar á hreindýraveiðum: Dýrin hafa fært sig sunnar á bóginn
Heimilt er að veiða allt að 1229 hreindýr á veiðitímabilinu í ár sem er fjölgun upp á rúmlega 200 dýr. Töluverð breyting innan svæða þar sem dýrin virðast hafa fært sig sunnar. Þá verður leyft að veiða dýr í nóvembermánuði.
AFL: Ekki staða til átaka á vinnumarkaði
Samninganefnd AFLs starfsgreinafélags varar við að gerðir verði langtímakjarasamningar. Þótt forsendur kjarasamnings séu að mestu brostnar telur nefndin að ekki sé staða til átaka á vinnumarkaði að sinni.
Stillt upp hjá Dögun
Kjördæmafélag Dögunar í Norðausturkjördæmi ætlar að notast við uppstillingu við val á framboðslista í kjördæminu fyrir kosningarnar í vor. Þá leið fer Dögun í öllum kjördæmum.
Kristína með metafla af frystum afurðum til Neskaupstaðar
Kristína EA 410 kom í dag með tæp tvö þúsund tonn af frystum afurðum til Neskaupstaðar sem veiddar voru á sex dögum. Ekki mun hafa áður verið landað hérlendis jafn miklum afla sem frystur hefur verið á svo stuttum tíma.
Ráðuneytið hættir stuðningi við StarfA: Breytingar framundan
Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að hætta stuðningi sínum við starfsendurhæfingarstöðvar eins og þá sem rekin er á Austurlandi undir merkjum StarfA. Hægt á að vera að ljúka endurhæfingu þeirra einstaklinga sem þegar eru komnir í ferli hjá StarfA.
Vandséð að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu efli Seyðisfjörð
Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, segir rekstur sveitarfélagsins stefna í rétta átt eftir miklar aðgerðir til að rétta reksturinn við. Framtíðin velti samt á því hvað gerist í atvinnumálum. Vandséð sé að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og veiðileyfagjaldi efli sjávarútveg á staðnum.
Nær öllum umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands hafnað: Uppfylltu ekki skilyrðin
Stjórn Vaxtarsamnings Austurlands hafnaði nær öllum þeim umsóknum sem bárust í sjóðinn á síðasta ári. Af tuttugu milljónum sem voru til ráðstöfunar var alls úthlutað 2,7 milljónum til þriggja verkefna. Aðrar umsóknir voru ekki taldar uppfylla þau skilyrði sem sett voru.
Framboðslisti VG staðfestur
Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor var samþykktur á aukakjördæmisþingi hreyfingarinnar sem haldið var á Akureyri í dag. Formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þuríður Backman, sem hættir á þingi í vor, er í átjánda sæti.