Vilhjálmur áfram bæjarstjóri á Seyðisfirði

Vilhjálmur Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, verður áfram bæjarstjóri. Ótímabundinn ráðningarsamningur við hann var staðfestur af bæjarstjórn í síðustu viku.

 

Lesa meira

Vegagerðin: Grjót sem var losað, ekki grjót sem hrundi

oddsskardagong-fesid.jpgVegagerðin hafnar því að mynd, sem gengið hefur á samskiptavefnum Facebook undanfarna daga, af grjóti sem á að hafa hrunið úr Oddsskarðsgöngum í síðustu viku hafi í raun hrunið. Verktaki sem hafi verið að hreinsa í göngunum hafi losað það.

 

Lesa meira

Seyðfirðingar vilja stytta skólaárið

sfk_skoli.jpgFræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar vill að skoðaðir verði möguleikar á að stytta skólaárið um viku í hvorn enda til að spara í rekstri grunnskólans. Einnig er lagt til að skoðaðir verði möguleikar í hagræðingu skólamötuneytisins.

 

Lesa meira

Ögmundur: Engir peningar til fyrir göngum

ogmundur_jonasson.jpgÖgmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það illa nauðsyn að fresta nýjum Norðfjarðargöngum á samgönguáætlun því ríkissjóður sé tómur. Hann viðurkennir að ganga sé þörf og hrósar heimamönnum fyrir baráttu sína.

 

Lesa meira

Alma farin frá Fáskrúðsfirði

alma_lvf.jpgFlutningaskipið Alma fór frá Fáskrúðsfirði að morgni laugardags til Akureyrar. Þar verður sett nýtt stýri á skipið og skemmdir á því kannaðar.

 

Lesa meira

Mótmæla niðurskurði hjá HSA: Stofnunin vart rekstrarhæf

hsalogo.gifBæjarráð Fljótsdalshéraðs segir áhyggjuefni ef ekki er hægt að veita grunnþjónustu vestræns velferðarkerfis nema á afmörkuðum svæðum í nágrenni stærstu þéttbýliskjarnanna. Boðaður er niðurskurður á framlögum til Heilbrigðisstofnunar Austurlands á fjárlögum 2012.

 

Lesa meira

Enn ósamið um björgunarlaun Ölmu

alma_lvf.jpgEkki hafa náðst samningar um björgunarlaun flutningaskipsins Ölmu sem dregin var til hafnar á Fáskrúðsfirði fyrir rúmum mánuði. Trygging var reidd fram áður en skipið var dregið til Akureyrar um helgina.

 

Lesa meira

Oddsskarðsgöng: Stórfelld svik á gefnum loforðum

oddskard_varud_skilti.jpgBæði Framsóknar- og Sjálfstæðisfélag Fjarðabyggðar gagnrýna harðlega framkomnar hugmyndir í samgönguáætlun um frestum Oddsskarðsganga til áranna 2015-2018 í stað 2012 eins og nú gildandi áætlun gerir ráð fyrir.

 

Lesa meira

Vilja framhaldsskóladeild á Vopnafirði

vopnafjordur.jpgHugmyndir eru uppi um að stofna framhaldsskóladeild á Vopnafirði. Hreppsnefnd sveitarfélagsins vinnur að því að koma á fót nefnd til að kanna möguleikana á að stofna deildina.

 

Lesa meira

Dæmdur fyrir heimabrugg, vörslu stera og marijúana: Sýknaður af sölu fíkniefna

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í héraðsdómi Austurlands fyrir vörslu fíkniefna, stera og vera með 25 lítra af heimabrugguðum bjór og sérhæfð bruggtæki. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði selt fíkniefni. Ekkert mark var tekið á hlerunum á síma mannsins og ákæruvaldið var átalið fyrir að sanna ekki að rætt hefði verið um fíkniefnaviðskipti.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar