Fjarðabyggð gerði athugasemdir við umferðakönnun um Öxi: Vegagerðin hafnaði þeim flestum

oxi_fundurjan11_3_web.jpgVegagerð ríkisins hafnaði flestum þeim fullyrðingum sem fram komu í athugasemdum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um nýtt vegstæði Axarvegar og lagningu vegar um Berufjarðarbotn. Landeigendur að Berufirði gerðu athugasemdir við áhrif vegarins á umhverfi sitt. Skipulagsstofnun mat áhrif alla veglínanna hafa neikvæð og óafturkræf áhrif á umhverfið.

 

Lesa meira

Lést í umferðarslysi

daniel_sakaluk.jpgMaðurinn sem lést í umferðarslysi á Langadal á Möðrudalsöræfum í  gærmorgun hét Daniel Krzysztof Sakaluk. Hann var fæddur 4. maí 1993 og til heimilis að Hólsgötu 6, Neskaupstað.

 

Lesa meira

Banaslys á Möðrudalsöræfum

Karlmaður fórst í bílslysi í Langadal á Möðrudalsöræfum í morgun. Fólksbifreið með tveimur karlmönnum fór út af veginum, skammt vestan við veginn til Vopnafjarðar.

 

Lesa meira

Slasaðist alvarlega á vélsleða

Karlmaður á fimmtugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík eftir að hafa slasast alvarlega á vélsleða á Tröllafjalli í Áreyjardal inn af Reyðarfirði um hádegisbilið í gær. Hann er ekki talinn í lífshættu.

 

Lesa meira

Ætlar að kæra skipan stjórnlagaráðs

siggi_vadbrekku.jpgSigurður Aðalsteinsson, sem bauð sig fram til stjórnlagaþings í haust, hyggst kæra skipan stjórnlagaráðs. Hæstiréttur ógilti í janúar kosningarnar til stjórnlagaþingsins en Alþingi ákvað að skipa þá sem kosnir höfðu verið á þingið í stjórnlagaráð sem tekið er til starfa.

 

Lesa meira

Hávellu fækkar á Lagarfljóti eftir virkjun

havellutalning.jpgHávellu hefur fækkað á Lagarfljóti. Vísbendingar eru um að breytingar á lífríki Lagarfljóts eftir að Jökulsá á Dal var veitt yfir í fljótið með Kárahnjúkavirkjun orsaki þetta. Aðrar skýringar kunna að koma til greina.

 

Lesa meira

Starfsfólkið á Egilsstöðum hlaut gæðaverðlaun Póstsins

posturinn_700_egilstadir.jpgStarfsfólk pósthússins á Egilsstöðum hlaut nýverið gæðaverðlaun fyrirtækisins fyrir framúrskarandi árangur árið 2010. Til grundvallar mati dómnefndar var stuðst við ábendingar viðskiptavina, gæðamælingar og viðhorfskannanir þeirra starfsstöðva sem til álita komu.

 

Lesa meira

Fé fargað á Stórhól fyrir vörslusviptingu

lomb.jpgLögreglan á Eskifirði hefur farið fram á að þrjú hundruð kindur verði teknar úr vörslu bænda á Stórhóli í Álftafirði á morgun. Fé hefur verið fargað þar í dag. Nokkrar kindur sem teknar voru fyrir helgi voru aflífaðar vegna hors.

 

Lesa meira

Hass og amfetamín haldlagt í Fjarðabyggð

logreglumerki.jpgLögreglan á Eskifirði hefur undanfarin lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna. Átta aðilar hafa verið handteknir og leitað í bílum og húsum.

 

Lesa meira

Vilja að velferðarráðherra standi vörð um StarfA

starfa.jpgBæjarráð Fjarðabyggðar hvetur velferðarráðherra til að standa vörð um framtíð Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfaA). Skjólstæðingar stofnunarinnar berjast fyrir því að halda henni gangandi.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar