Óðinn Jónsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafnar því að efni á
fréttastofu sé unnið eftir listum frá forsvarsmönnum sveitarfélaga. Hann
vonast til að aðrir Austfirðingar hafi meiri skilning á hlutverki
fjölmiðla en þeir sem sendi fjölmiðlum slíka lista.
Saltfiskframleiðendur geta ekki falið notkun sína á fjölfosfötum undir
því skyni að þau séu tæknileg hjálparefni. Þetta er skýrt í reglum
Evrópusambandsins og gildir jafnt fyrir öll aðildarríki segir talsmaður sambandsins.
Forsvarsmenn SSA og einstakra sveitarfélaga á Austurlandi hafa óskað
eftir því að RÚV „taki jákvæðara sjónarhorn“ á fréttir sem fluttar eru
úr fjórðungnum. Bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð segir fáránlegt að
sveitarstjórnarmenn skipti sér af því frá hvaða sjónarhornum fjallað sé
um fréttir.
Austfirskir lögreglumenn virðast ekki hafa haft nein samskipti við
breska flugumanninn Mark Stone sem var í herbúðum mótælenda á
Austurlandi sumarið 2005.
Seyðfirðingar eru tilbúnir að greiða veggjöld verði það til að flýta
fyrir gerð jarðgangna undir Fjarðarheiði. Vegurinn yfir heiðina hefur
verið skráður ófær nær samfleytt frá áramótum.
Breski lögreglumaðurinn Mark Kennedy, sem í sjö ár hafði það að starfa
að smygla sér inn í hópa mótmælenda, var meðal mótmælenda á Kárahnjúkum
sumarið 2005. Málið hefur vakið upp reiði í Bretlandi þar sem menn eru
argir út í aðferðir lögreglunnar. Kennedy segist sjá eftir gerðum sínum.
Ellen Thamdrup, bóndi á Gíslastöðum á Fljótsdalshéraði, segir það
forréttindi að fá að framleiða matvörur á Íslandi. Samanburðinn hefur
hún frá Danmörku þar sem ýmis efni eru notuð á gróður þaðan sem þau rata
inn í fæðukeðjuna.
Guðrún Jóna Helgadóttir, eiginkona Hannesar Sigmarssonar fyrrverandi
yfirlæknis á Eskifirði, er ein þeirra tíu sem sagt var upp hjá
Heilbrigðisstofnun Austurlands um áramótin. Hún segir uppsögnina
tengjast brotthvarfi eiginmannsins en forstjórinn að uppsögnin sé
eðlileg í ljósi sparnaðarráðstafana.
Gréta Ósk Sigurðardóttir, húsfreyja á Vaði í Skriðdal, telur ólíklegt að
breski flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið meðal mótmælenda sem gistu
um tíma á túni á jörðinni sumarið 2005.
Sér Vigfús Ingvar Ingvarsson, sóknarprestur í Vallanesprestakalli,
kvaddi söfnuð sinn við aftansöng í Egilsstaðakirkju á gamlárskvöld.
Vigfús hefur þjónað í prestakallinu í 34 ár.