Oddvitinn Ólafur tekur ekki sæti í sveitarstjórn Vopnafjarðar
Ólafur Ármannsson, sem leiddi K-listann í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Vopnafjarðarhreppi, hefur látið af því embætti og ætlar ekki að taka sæti í nýrri sveitarstjórn. Hann segir umræðuna eftir kosningar hafa snúist um persónu hans og sé illa særður. Því vilji hann ekki koma í veg fyrir þá samstöðu sem hugsanlega sé hægt að ná í sveitarstjórn á kjörtímabilinu.
Ekki margar útstrikanir á Seyðisfirði
Aðeins 24 útstrikanir voru á kjörseðlum vegna bæjarstjórnarkosningarinnar á Seyðisfirði um síðustu helgi. Flestar af þeim eða 15 voru hjá Sjálfstæðisflokknum.Ekki margar útstrikanir á Fljótsdalshéraði
Ekki voru áberandi margar útstrikanir á kjörseðlum á Fljótsdalshéraði í Sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Flestar voru þær þó hjá Sjálfstæðisflokknum.Málefnasamningur á Héraði: Farið yfir forsendur fjármála
Greina á stöðu fjármála og fara yfir forsendur fjárhagsáætlunar samkvæmt málefnasamningi nýs meirihluta á Fljótsdalshéraði sem undirritaður var í gær. Þar segir einnig að tilvera og sjálfstæði allra grunnskólanna í sveitarfélaginu skuli tryggt.
Sjómannadagsblað Austurlands 2010 er komið út
Það er 16. árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands sem nú lítur dagsins ljós og er um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað nýrra og gamalla ljósmynda prýða blaðið en efnið tengist sjómennsku og útgerð á Austurlandi, fyrr og síðar.Hreinsunarstarf í fullum gangi í Fellabakaríi
Hreinsunarstarf stendur nú yfir af fullum krafti í Fellabakaríi. Björgvin Kristjánsson bakari einn eigenda fyrirtækisins vonar að hægt verði að byrja að baka aftur á föstudaginn.Viljayfirlýsing um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, hafa undirritað, viljayfirlýsingu um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis fyrir aldraða á Egilsstöðum.
B og Á mynda meirihluta á Fljótsdalshéraði: Eiríkur Björn hættir sem bæjarstjóri
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, ætlar ekki að sækja um stöðuna þegar hún verður auglýst í sumar. Sú gjörð er hluti af samkomulagi nýs meirihluta Framsóknarflokks og Á-lista á Fljótsdalshéraði sem kynntur var í dag.
Jón Björn forseti bæjarstjórnar - Jens Garðar formaður bæjarráðs
Jón Björn Hákonarson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, verður næsti forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason, oddviti sjálfstæðismanna, formaður bæjarráðs. Listarnir hafa náð saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Auglýst verður eftir bæjarstjóra.
Framsóknarmenn á Seyðisfirði vilja að flokksfélagar þeirra í Reykjavík slíðri sverðin
Framsóknarfélag Seyðisfjarðar skorar á framsóknarmenn í Reykjavík að slíðra sverðin og taka höndum saman um að framfylgja stefnu flokksins í þágu þjóðarinnar í stað þess að vera í stöðugum erjum vegna meintra persónulegra hagsmuna.
Góður gangur í viðræðum í Fjarðabyggð
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn ætla að halda viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar áfram í dag. Fyrsti formlegi fundurinn var í gær og segir Jens Garðar Helgason, oddviti sjálfstæðismanna, að "góður gangur sé kominn í viðræðurnar. Fundurinn í kvöld var gagnlegur og viðræður flokkanna halda áfram á morgun."