Hannes er ekki að flytja á Höfn
Hannes Sigmarsson, læknir á Eskifirði, segir ekkert hæft í sögum um að hann sé að flytja á Höfn. Hann segist hafa sótt um læknisstarf sem auglýst hafi verið í Fjarðabyggð.
Óbundnar kosningar í Fljótsdal og á Borgarfirði
Óbundin kosning verður í sveitastjórnarkosningunum í Borgarfjarðarhreppi og Fljótsdalshreppi í vor, líkt og undanfarin ár. Enginn framboðslisti kom fram í sveitarfélögunum áður en framboðsfrestur rann út um helgina.Vilja að þingmenn sem þáðu háa styrki segja af sér
Stjórn Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Héraði, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði, krefst þess að þingmenn, sem háðu háa styrki frá einkaaðilum í aðdraganda kosninga 2006 og 2007 segi af sér.
Þrír í haldi vegna smyglmáls á Seyðisfirði
Þrír hollenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á hollensku fíkniefnamáli. Þeir voru yfirheyrðir í kvöld.
Sjálfkjörið til hreppsnefndar í Breiðdal
Einn listi kom fram vegna hreppsnefndarkosninga í Breiðdal. Þetta er þriðju kosningarnar í röð sem sjálfkjörið er til hreppsnefndar í Breiðdalshreppi.Einn framboðslisti í Djúpavogshreppi
Sjálfkjörið verður til sveitarstjórnar í Djúpavogshreppi, þar sem aðeins einn framboðslisti kom fram vegna sveitarstjornakosninganna nú í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn Djúpavogshrepps á heimasíðu sveitarfélagsins.Fyrsti Hjartastartarinn kominn
Fyrsti Hjartastartarinn sem keyptur er vegna söfnunarátaks, var afhentur Íþróttahúsinu í Fellabæ í dag. Það voru Kvenfélagið Dagsbrún í Fellum og Nemendafélag Fellskóla árið 2004 til 2005 sem gáfu peningana sem tækið var keypt fyrir.Séra Gunnlaugur og Katrín Ásgrímsdóttir kjörin á Kirkjuþing
Séra Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum í Breiðdal, verður fulltrúi vígðra á Kirkjuþingi 2010-2014. Katrín Ásgrímsdóttir af Fljótsdalshéraði verður fulltrúi leikmanna.
Síldarvinnslan kaupir Margréti EA
Síldarvinnslan á Norðfirði hefur keypt fjölveiðiskipið Margréti EA 710 af Samherja. Skipið mun fá nafnið Beitir NK 123 og verða gert út til veiða á uppsjávarfiski, til dæmis síld og makríl.Fjórir framboðslistar á Vopnafirði
Fjórir framboðslistarf hafa verði staðfestir á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en aðeins tvö framboð voru þar fyrir fjórum árum. Útlit er fyrir verulega endurnýjun í sveitarstjórninni.