Bilun við Sigölduvirkjun hratt af stað keðjuverkun sem olli rafmagnsleysi á Austurlandi aðfaranótt laugardags. Raftæki biluðu eftir spennusveiflur og framleiðsla Fjarðaáls er loks að komast á rétt ról en álverið var án rafmagns í rúma tvo tíma.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir ekkert að fela hjá ráðuneytinu við það hvernig minnisblað úr ráðuneytinu um með viðkvæmum persónuupplýsingum um hælisleitanda barst í hendur fjölmiðla. Ríkissaksóknari fól í dag lögreglunni að rannsaka hvernig það gerðist.
Hópur áhugamanna hefur tekið sig saman um að stofna Þokusetur sem aðsetur hafi í gamla Samkomuhúsinu á Stöðvarfirði. Þeir telja mikla möguleika á að fá ferðamenn og aðra áhugasama á svæðið til að kynnast Austfjarðaþokuna sem sé einstakt fyrirbrigði.
Bergey VE fékk í morgun virkt tundurdufl í vörpuna úti á Skrúðsgrunni. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og fóru um borð í skipið og gerðu duflið óvirkt.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir betri anda ríkja innan Sjálfstæðisflokksins eftir að flokkurinn komst á ný í ríkisstjórn eftir þingkosningarnar síðasta vor. Flokkurinn á samt talsvert í land með að ná því fylgi sem hann var með á árum áður. Formaðurinn viðurkennir að skoða verði nýjar leiðir til að ná til fólksins.
Forstjóri Flugfélags Íslands segir að lækka verði opinberar álögur á innanlandsflug til að ná niður kostnaði og lækka fargjöld. Hann segir forsvarsmenn félagsins líta á flugleiðir félagsins sem almenningssamgöngur.
Lagarfljótið hóf að renna um nýjan ós á Héraðssandi á þriðjudagskvöld en hann var grafinn til að beina fljótinu aftur í eldri farveg. Verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun segir útlitið með nýja ósinn gott en treyst sé á hagstætt veður fyrstu dagana á meðan fljótið grefur sig þar út.
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir tvöföldun veiðigjalds á loðnu á milli ára gera menn tregari til að kosta miklu til við að leita að fiskinum. Loðnuvertíðin hefur farið afar hægt af stað.
Miklar fjarlægðir og dýr ferðalög frá stórfjölskyldunni gerir Alcoa Fjarðaáli erfitt að fá til sín starfsfólk og halda í það. Forstjóri fyrirtækisins segir ekki ganga að flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Egilsstaða séu lúxusfyrirbæri því Austfirðingar þurfi á þeim að halda.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir það hafa sýnt sig að mikilvægt sé að halda úti skóla á Stöðvarfirði. Það hafi verið grunnurinn að því að viðhalda byggð á staðnum. Bæjarbúar segja heilsárs atvinnu skorta á staðinn.
Föstudaginn 7. febrúar nk. kl. 12.00 standa Samband sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrú fyrir fundi á Hótel Héraði þar sem rætt verður innanlandsflug og verðlagningu flugfargjalda. Gestur á fundinum verður Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.
Fimm hundruð metra múrinn í greftri nýrra Norðfjarðarganga var rofinn í gær. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var á ferð um svæðið í kjördæmaviku sprengdi áfangann.