Rafmagnslaust var í Fljótsdal og á Hallormsstað í um átta klukkustundir í morgun eftir bilun í búnaði fyrir spenni á Eyvindará. Bilunin var ekki jafn alvarleg og í fyrstu var óttast.
Fjarðaál hefur hafið undirbúning að því að draga úr framleiðslu en Landsvirkjun hefur látið vita af því að fyrirtækið hyggist skerða umframorku vegna lágrar vatnsstöðu.
Uppstillinganefnd er að störfum hjá Fjarðalistanum, framboði félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Tveir af þremur bæjarfulltrúum gefa ekki upp opinberlega hvort þeir gefi kost á sér áfram.
Pétur Heimisson, yfirlæknir á Egilsstöðum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Hann tekur við starfinu af Stefáni Þórarinssyni. Talsverðar breytingar urðu á læknaliði stofnunarinnar um áramótin og meðal annars er Jón H. H. Sen kominn aftur læknir til Norðfjarðar.
Ferðaþjónustufyrirtækið Austurför hlaut nýverið styrk úr Tækniþróunarsjóði til markaðssetningar á vefnum traveleast.is. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir markmiðið að byggja upp öfluga ferðaskrifstofu sem auglýst geti Austurland undir einu nafni.
Það virðist eitthvað bogið við upplýsingagjöf til ferðamanna þegar menn eru á heiðum um hávetur að húkka sér far klæddir eins og að sumardegi. Vopnfirskur bílstjóri tók slíkan ferðamann upp á Háreksstaðaleið í morgun.
Lögmaður Hannesar Sigmarssonar segir dóm Héraðsdóms Austurlands í vinnulaunamáli hans gegn Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) vera sigur fyrir yfirlækninn fyrrverandi. Í honum felist staðfesting á brotum stofnunarinnar.
Þess var minnst á Eskifirði á sunnudag að tuttugu ár eru liðin frá því að björgunarþyrlur bandaríska hersins björguðu sex skipverjum af Goðanum við afleitar aðstæður í Vöðlavík. Einn skipverji lést þegar skipið fékk á sig brotsjó.
Austfirsk hönnunarverkefni voru meðal þeirra sem fengu styrk úr launasjóði hönnuða við úthlutun listamannalauna í byrjun vikunnar. Samstarfsverkefnið IIIF var meðal þeirra sem fékk styrk en hönnun þess gengur út á að nýta austfirskt hráefni til framleiðslu á tískuvörum.
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir það hafa komið á óvart hversu háar bætur stofnunin hafi verið dæmd til að greiða fyrrverandi yfirlækni í Fjarðabyggð fyrir vangoldin laun. Ákvörðun um framhald málsins verður þar tekin á næstu dögum.
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) var í dag dæmd til að greiða Hannesi Sigmarssyni, fyrrum yfirlækni í Fjarðabyggð, tæpar 14,9 milljónir króna með dráttarvöxtum í vangoldin laun. Dómurinn taldi stofnunina ekki hafa sýnt fram á lagarök fyrir að rifta ráðningarsamningi einhliða með því að taka Hannes af launaskrá í júlí 2009.