Norðfjarðargöng: Læti frá sprengingum fyrstu mánuðina

ibuafundur nordfjardargong geÍbúar á Eskifirði mega eiga von á nokkru ónæði vegna framkvæmda við ný Norðfjarðargöng, sérstaklega fyrstu tvo mánuðina. Áhrifin verða minni Norðfjarðarmegin enda framkvæmdasvæðið fjær þéttbýlinu.

Lesa meira

Ekki hægt að fullmanna lögregluna í sumar vegna ónógra fjárveitinga

logregla syslumadursey heradsdomuraustEkki var hægt að uppfylla mannaflaþörf hjá lögreglunni í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði í sumar svo vel væri vegna ónógra fjárveitinga. Sýslumaður segir ráðherra og þingmenn sýna stöðunni ágætan skilning. Öryggi borgaranna hafi ekki verið stefnt í voða vegna fámenni í lögreglunni.

Lesa meira

Gestamet slegið í Selárdalslaug

SelárdalslaugGestamet var slegið í sundlaug Vopnfirðingar í Selárdal í lok júlí. Vikuna 22. – 28. júlí komu þangað 879 gestir.

Lesa meira

Kviknaði í húsi í Fellabæ: Ekki talið verk brennuvargs

logreglanEldur kviknaði í húsi við Brekkubrún í Fellabæ aðfaranótt laugardags. Nokkrar skemmdir urðu á fótstykki hússins. Lögreglan telur ólíklegt að brennuvargur, sem leitað hefur verið að á Egilsstöðum undanfarna viku, hafi verið að verki.

Lesa meira

Björgunarbátur dró annan bát í gang

landsbjorg sjobjorgun webBjörgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði sinnti tveimur útköllum úti fyrir Austfjörðum á jafnmörgum dögum í síðustu viku. Í annað skiptið virðist hún hreinlega hafa dregið vélarvana bát í gang.

Lesa meira

Slóð lögð að nýjum Norðfjarðargöngum

nordfjardargong slodagerd 08082013 geUndirbúningur að nýjum Norðfjarðargöngum er kominn á fullt. Í sumar hefur verið unnið að byggingu nýrrar brúar yfir Norðfjarðará og nú er byrjað að ryðja slóð frá væntanlegum gangnamunna að brúnni til að menn komist að munnanum og geti byrjað að vinna þar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar