Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast

Veiðitímabil á rjúpu hefst föstudaginn 29. október nk. og stendur til sunnudagsins 5. desember. Á tímabilinu verður heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og verða veiðidagar því átján talsins. Þetta er óbreytt fyrirkomulag frá því í fyrra.

Lesa meira

Hússtjórnarskólinn: Við hagræðum bara enn betur

ImageFjárframlög ríkisins til Hússtjórnarskólans á Hallormsstað skerðast um 1,4 milljónir króna á milli ára. Skólastjórinn gagnrýnir að systurskólinn í Reykjavík sé alltaf hærri á fjárlögum.

 

Lesa meira

Vinstri græn: Vanhugsuð sparnaðarkrafa á HSA

ImageStjórn Svæðisfélags Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Héraði, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði leggst eindregið gegn þeim harkalega niðurskurði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Óttast er um samfélagsleg áhrif niðurskurðarins.

 

Lesa meira

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum á næsta ári

Laugardaginn 16. október var undirritaður samstarfssamningur milli Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, um Unglingalandsmót UMFÍ 2011.

UÍA verður framkvæmdaaðili mótsins 2011 sem haldið verður um verslunarmannahelgina á næsta ári. Undirritun samningsins fór fram á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Hótel Héraði helgina 16. og 17. október síðastliðinn.

Lesa meira

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps mótmælir hugmyndafræði fjárlagafrumvarpsins

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum
4. október sl.:
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps mótmælir harðlega þeim stórfellda
niðurskurði sem settur er fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011
hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, sem leiðir óhjákvæmilega til mikillar
fækkunar starfa og skertrar þjónustu.

Lesa meira

Birkir Jón: Þessum hugmyndum verður að sópa út af borðinu

Image Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að niðurskuður í heilbrigðismálum á Austurlandi megi ekki verða að veruleika. Menn séu aftur að hefja baráttu fyrir tilveru byggðar í fjórðungnum.

 

Lesa meira

Björgunarafreksfólki veitt viðurkenning

Sunnudaginn 17. október s.l. voru 33 einstaklingar heiðraðir við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju fyrir þátttöku sína í björgunarafrekinu í Hoffeli í febrúar á þessu ári. Var fólkinu afhent sérstakt viðurkenningarskjal. Þá var Páli og Rimantas sem björguðust færð táknræn gjöf frá starfsfólki Loðnuvinnslunnar hf. Viðurkenningarnar afhentu Friðrik Guðmundsson, stjórnarformaður og Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri.

Lesa meira

Þuríður Backmann styður ekki óbreytt fjárlagafrumvarp

Fram kemur í nýjasta tölublaði Austurgluggans sem kom út fyrir helgi að einungis tveir af þeim tíu þingmönnum NA- kjördæmis styðja óbreytt fjárlagafrumvarp. Þá var rætt við Þuríði Backmann eftir borgarafundinn á Egilsstöðum þar sem hún sagðist ekki geta stutt óbreytt fjárlagafrumvarp þó svo að hún telji mjög mikilvægt að fjárlagafrumvarpið fari ekki út fyrir þann ramma sem þar væri gefinn.

Lesa meira

Olweusardagurinn í Seyðisfjarðarskóla

ImageÁ morgun, föstudaginn 15. október, munu nemendur og starfsfólk í Seyðisfjarðarskóla halda Olweusardaginn hátíðlegan Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í deginum, klæðast grænu og skreyta umhverfi sitt í grænum litum. Samkvæmt eineltishringnum er sá sem berst gegn einelti grænn, það er græni karlinn.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar