Ótrúlegt tilviljun virðist hafa ráðið því að ekki fór verr þegar kviknaði í dráttarvél hjá raftækjaverkstæðinu Rafey á Egilsstöðum í gærmorgun. Hiti frá eldinum bræddi vatnslögn þannig að vatn sprautaðist úr henni yfir eldinn og slökkti hann.
Matvælastofnun (MAST) viðurkennir að ástand þjónustu dýralækna á mið-Austurlandi sé ekki ásættanleg á meðan ekki er hægt að gera þjónustusamning við dýralækni um að sinna svæðinu. Ítrekað hefur verið auglýst eftir umsækjendum en enginn gefið sig fram. Stofnunin segir fjármagn skorta í verkefnið.
Starfsmenn Myndsmiðjunnar á Egilsstöðum hafa haft í nógu að snúast síðustu daga en fyrirtækið fær mikið af pöntunum um jólakort alls staðar af landinu. Þá segir framkvæmdastjóri vaxandi spurn eftir framköllun mynda.
Met var slegið í greftri Norðfjarðarganga í síðustu viku þegar grafinn var alls 141 metri til samans á báðum stöfnum. Norðfjarðarmegin voru grafnir 74 metrar en 67 metrar Eskifjarðarmegin.
Einungis á þeim vegum sem hafa 7 daga þjónustu verður þjónusta á jóla- og nýársdag, undanskildar eru þó langleiðir um strjálbýl svæði milli byggðarlaga.
Átta sóttu um skólastjórastöðu Nesskóla en umsóknarfrestur rann út þann 5. desember síðastliðinn. Staðan er laus frá 15. janúar en nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin mars/apríl.
Dýraeigendur á mið Austurlandi eru afar óánægðir með þjónustu dýralækna á svæðinu en enginn dýralæknir er staðsettur á Fljótsdalshéraði næstu þrjár vikurnar. Gagnrýnt er að lögð sé áhersla á eftirlit en ekki lækningar.