Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar telur að efla þurfi upplýsingagjöf til almennings til að koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur af flúormengun í firðinum. Matvælastofnun telur ekkert til fyrirtöðu að nýta matjurtir af svæðinu en æskilegt sé að skola þær fyrir neyslu.
Greiðar skipasamgöngur við Austfirði er ein af megin ástæðum þess að fiskeldisfyrirtæki hafa kosið að starfa á svæðinu. Umtalsverð tækifæri eru talin felast í greininni við Íslandsstrendur þar sem náttúrulega skilyrði séu tilvalin.
Um 12.000 tonnum af makríl hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á yfirstandandi vertíð. Skip HB Granda hafa einnig verið iðin við kolann og rúm 7.000 tonn eru komin á land á Vopnafirði.
Vegagerðin og Breiðdalssetur hafa hafið samstarf um skipulagða sýnatöku á bergi úr Norðfjarðargöngum. Jarðfræðisetur Breiðdalsseturs er að stórum hluta helgað jarðfræði Austurlands og því gríðarmikla starfi sem George P.L. Walker vann við kortlagningu jarðlagastaflans á Austurlandi.
Mikið vatn í austfirskum veiðiám hefur leitt til minni veiði en undanfarin ár. Þegar veiðitímabilið er hálfnað er þriðjungur þeirra fiska sem veiddust í fyrra kominn á land.
Íslensk stjórnvöld þurfa að taka ákvörðun um hvernig þau vilja haga ferðamannastraumi inn í landið á komandi árum. Meðal annars þarf að ræða hvort opna eigi aðra gátt inn í landið en Keflavíkurflugvöll og hvar hún eigi að vera.
Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði kom trillu til bjargar í dag sem steytti á skeri í mynni Reyðarfjarðar. Skipstjórinn átti afmæli og því tók björgunarsveitin köku með í leiðangurinn.
Umfang sjávarútvegs á Austurlandi hafur vaxið jafnt og þétt og allar niðurstöður benda til þess að þróunin muni halda áfram á næstu árin. Þetta er megin niðurstaða úttektar sem unnin er af Ásgeiri Friðriki Heimissyni hagfræðinema við Háskóla Íslands.
Ökumaður vélhjóls mældist á 220 km/klst. hraða á Jökuldal í dag þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Hann féll af hjólinu á töluverðri ferð en slasaðist lítið.
Starfsmenn Gróðrarstöðvarinnar Barra hafa undanfarna daga tínt fyrstu jarðarberin sem ræktuð eru á vegum stöðvarinnar. Ræktunin er enn á tilraunastigi en plönturnar þurfa að þola íslenska veturinn.