Pétur Heimisson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA

petur heimisson 07Pétur Heimisson, yfirlæknir á Egilsstöðum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Hann tekur við starfinu af Stefáni Þórarinssyni. Talsverðar breytingar urðu á læknaliði stofnunarinnar um áramótin og meðal annars er Jón H. H. Sen kominn aftur læknir til Norðfjarðar.

Lesa meira

Ekki vænlegt að vera húfulaus puttalingur á heiði um hávetur

brimrun4 wbÞað virðist eitthvað bogið við upplýsingagjöf til ferðamanna þegar menn eru á heiðum um hávetur að húkka sér far klæddir eins og að sumardegi. Vopnfirskur bílstjóri tók slíkan ferðamann upp á Háreksstaðaleið í morgun.

Lesa meira

Austfirskir hönnuðir hljóta listamannalaun: Byr undir báða vængi

agla sigrun halla webAustfirsk hönnunarverkefni voru meðal þeirra sem fengu styrk úr launasjóði hönnuða við úthlutun listamannalauna í byrjun vikunnar. Samstarfsverkefnið IIIF var meðal þeirra sem fékk styrk en hönnun þess gengur út á að nýta austfirskt hráefni til framleiðslu á tískuvörum.

Lesa meira

HSA: Upphæðin kemur á óvart

Kristin-Bjorg-AlbertsdottirForstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir það hafa komið á óvart hversu háar bætur stofnunin hafi verið dæmd til að greiða fyrrverandi yfirlækni í Fjarðabyggð fyrir vangoldin laun. Ákvörðun um framhald málsins verður þar tekin á næstu dögum.

Lesa meira

Hannesi dæmdar tæpar 15 milljónir króna í bætur fyrir vangoldin laun hjá HSA

HSA merkiHeilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) var í dag dæmd til að greiða Hannesi Sigmarssyni, fyrrum yfirlækni í Fjarðabyggð, tæpar 14,9 milljónir króna með dráttarvöxtum í vangoldin laun. Dómurinn taldi stofnunina ekki hafa sýnt fram á lagarök fyrir að rifta ráðningarsamningi einhliða með því að taka Hannes af launaskrá í júlí 2009.

Lesa meira

Flutningabíll út af á Fagradal

flutningabill fagridalur halka 14012014 0007 webFlutningabíll með tengivagn fór út af á veginum yfir Fagradal í Egilsstaðaskógi um klukkan hálf ellefu í morgun í mikilli hálku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar