Samkvæmt verklagsreglum Vegagerðarinnar er ekki gert ráð fyrir að hálkuverja Hringveginn þar sem hann liggur um Jökuldal. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir reglurnar settar til að reyna að nýta það takmarkaða fjármagn sem fyrir hendi sé sem best. Stundum sé gert meira en kveðið er á um í þeim en það sé ekki alltaf hægt.
Bílstjórar sem á ferð voru um Jökuldal á fimmtudagskvöld gagnrýna þjónustu og upplýsingagjöf Vegagerðarinnar. Flughált var á veginum og fóru fimm bílar út af.
Hið nýja Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar á Þorláksmessu. Skipið er í eigu grænlensks dótturfélags Síldarvinnslunnar og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni.
Mikil umsvif eru þessa dagana við Norðfjarðarhöfn sem verið er að stækka. Framkvæmdirnar koma meðal annars til með að gera stærri skipum auðveldara að athafna sig. Verkinu á að ljúka á árinu sem er nýhafið.
Viðgerð á Vopnafjarðarlínu snemma í morgun en viðgerðarflokkar höfðu verið þar að störfum í tvo daga. Skemmdir á línunni voru mun meiri en í fyrstu var áætlað.
Björgunarsveitin Hérað var þrisvar sinnum kölluð út í gærkvöldi til að bjarga ferðamönnum á Jökuldal og Háreksstaðaleið. Útköllin tóku samanlagt um fimm klukkutíma.
Pósturinn vinnur nú að samræmingu á staðsetningu bréfakassa í dreifbýli. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að 90% póstkassa séu nú þegar rétt staðsettir. Móttökuskilyrði skipta máli fyrir hagkvæmni í dreifingu.
Öndum á Lagarfljóti hefur fækkað verulega eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjun og í einhverjum tilfellum hraðar þar en heldur en öðrum svæðum í nágrenninu. Fækkunin hófst hins vegar um ári áður en vatni var veitt í fljótið úr Jökulsá á Dal. Verri lífsskilyrði í fljótinu kunna hins vegar að valda lengri niðursveiflu en ella.
Tuttugu nemendur frá tíu þjóðlöndum mæta til Seyðisfjarðar í byrjun marsmánaðar til að taka þátt í tilraunamánuði fyrsta íslenska lýðháskólans. Skólinn byggir á hugmyndum LungA listahátíðarinnar.
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið Innovit stendur fyrir keppninni um Gulleggið. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir athafnafólk til að fá þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda.