Selta orsakavaldur víðtæks rafmagnsleysis

Mikil selta sem settist á dreifikerfi raforku er talin orsök víðtækra rafmagnstruflana á Austurlandi í gær. Viðgerð lauk á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Lesa meira

Reyðfirðingar tóku völdin af fundarstjóra

Gestir á íbúafundi á Reyðarfirði í gærkvöldi um nýtingu söluandvirði Rafveitu Reyðarfjarðar risu upp gegn dagskrá fundarins og neituðu að ræða aðra kosti en því verði varið til að byggja nýtt íþróttahús.

Lesa meira

Fjallvegir mokaðir þegar veðrið gengur niður

Beðið er með allan mokstur á fjallvegum á Austurlandi þar til stórhríðin sem þar hefur geisað í nótt og morgun gengur niður. Reynt verður að hreinsa vegi á láglendi eftir sem kostur er.

Lesa meira

Níu tíma sjúkraútkall á Fjarðarheiði

Björgunarsveitarmenn frá Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði hafa síðan á þriðja tímanum í dag unnið að því að koma sjúklingi frá Seyðisfirði undir læknishendur á Héraði. Björgunarsveitarmenn segja aðstæður á heiðinni afleitar.

Lesa meira

Oddvitaskipti í Fljótsdalshreppi

Nýr oddviti var óvænt kjörinn á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps sem haldinn var í gær. Fráfarandi oddviti, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, hafði gegnt embættinu óslitið frá árinu 2002.

Lesa meira

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflýst

Veðurstofan aflýsti á þriðja tímanum í dag óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði og Norðfirði sem verið hafði í gildi frá því um klukkan sex síðdegis í gær.

Lesa meira

Varúðarráðstafanir við heimsóknir á hjúkrunarheimili

Sóttvarnalæknir, í gegnum rekstraraðila hjúkrunarheimila um land allt, hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra sem hyggja á heimsóknir til ættingja og vina sem dvelja á hjúkrunarheimilum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19.

Lesa meira

Rafmagnslaust á Efra-Jökuldal frá miðnætti

Víðtækar rafmagnstruflanir hafa verið á Austurlandi frá því á sunnudag. Íbúar á Efra-Jökuldal hafa verið án rafmagns frá miðnætti og skólahald var blásið af á Brúarási í morgun. Viðgerðarflokkar Rarik eiga erfitt um vik uns veðrið gengur niður.

Lesa meira

Færð á heiðum skýrist undir hádegi

Snjómokstur er hafinn á helstu fjallvegum á Austurlandi en útlit er fyrir að hann muni taka drjúgan tíma. Snjórinn er víða þungur og erfiður viðureignar.

Lesa meira

Ruðningsbíllinn gat ekki kallað eftir hjálp

Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði var í dag kölluð út til að aðstoða bílstjóra snjóruðningsbíls sem lenti í vandræðum á leið af Vatnsskarði niður í Njarðvík. Bílstjórinn gat ekki kallað sjálfur eftir aðstoð þar sem ekkert farsímasamband er á svæðinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar