


Færri ferðamenn – meiri fegurð
Ferðamönnum er ráðlagt að hraða sér í gegnum höfuðborgina og drífa sig beint upp í næstu flugvél austur á land í grein sem birtist nýlega í bandaríska lífsstílstímaritinu Cosmopolitan. Blaðamaður ritsins heimsótti fjórðunginn í haust og fer um hann lofsamlegum orðum.
Spennandi spurningakeppni Neista
Hin árlega spurningakeppni Ungmennafélagsins Neista á Djúpavogi hefur farið fram undanfarnar tvær vikur. Nú eru fjögur lið komin í úrslit eftir þrjár undankeppnir. Keppnin er liður í fjáröflun til áframhaldandi uppbyggingar íþróttastarfs á Djúpavogi. Frá þessu er greint á heimasíðu Djúpavogshrepps.

Sauðaostur - Sauðagull
Sauðamjólk var um aldir nýtt til manneldis hér á landi og unnið úr henni skyr, smjör og ostar. Hætt var að mjólka ær hér á í byrjun 20. aldarinnar, enda þá kominn markaður fyrir lambakjöt og hagstæðara að láta lömbin ganga undir ánum. Þekkin á þessu mjög svo íslenska handverki hefur að mestu glatast, þótt ekki sé lengra um liðið. En nú hillir undir að hún verði endurvakin.
Yfirheyrslan: Jónas Reynir gefur út sína þriðju ljóðabók.
Fellbæingurinn Jónas Reynir Gunnarsson var að gefa út ljóðabókina Þvottadagur. Hún er lokakaflinn í þríleik ljóðabóka sem komu út árið 2017. Hina tvær eru Leiðarvísir um Þorp og Stór Olíuskip. Jónas er í yfirheyrslu vikunnar.

W.O.M.E.N. - Söguhringur kvenna í Safnahúsinu
Fréttatilkynning:
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi - W.O.M.E.N. - verða með opinn fund um fjölmenningartengd verkefni í Safnahúsinu á Egilsstöðum á morgun, 19. nóvember. Fundirnir eru tveir, klukkan 15.00 og 17.00. Þátttakendur er beðnir um að skrá sig og velja hvorn fundinn þeir ætla á.

Lifir sósíalisminn í gegnum SÚN?
Sú var tíð að í sundlauginni í Neskaupstað voru tvær klukkur uppi á vegg. Önnur sýndi staðartímann, hin tímann í Moskvu. Fleiri merki um sterk tengsl Norðfjarðar og Sovétríkjanna voru sýnileg í bænum sem hlaut viðurnefnið Litla Moskva því sósíalistar voru þar ráðandi í bæjarstjórn. Táknmyndirnar hafa síðan horfið ein af annarri en leifar af fyrri tíma finnast þar enn.
Soroptimistar segja nei við ofbeldi
Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu næstkomandi mánudag. Gangan er liður í að vekja athygli á baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan hefst kl. 17.00 við Egilsstaðakirkju og lýkur við Gistihúsið á Egilsstöðum.

Teygjanlegt álag í Skaftfelli
Amanda Riffo er frönsk listakona, sjónlistamaður, sem flutti til Íslands árið 2012 en dvaldi þar áður í gestavinnustofu Skaftfells árið 2008. Í Skaftfelli á Seyðisfirði stendur nú yfir sýning á verkum hennar undir heitinu Teygjanlegt álag. Sýningin var opnuð 9. nóvember og stendur til 5. janúar á næsta ári.